Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 17

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 17
FÓÐUR MJÓLKURKÚA A Imennt um gróffóður. Yfirleitt er gerður greinarmunur á kjarnfóðri og gróffóðri. Einstöku fóðurtegundir, svo sem kál, repja, rótarávextir og kartöflur ættu strangt til tekið að vera í milliflokki, en verða hér teknar með í gróffóðurkaflanum. Mikilvægustu gróffóð- urtegundir hér á landi eru gras, grænfóður, þurrhey og vot- hey. Þeim er öllum sameiginlegt að innihalda mikið af trefja-kolvetnum, sem einungis örverur eru færar um að melta. Trefjainnihaldið er yfirleitt hátt, fóðrið er mikið að rúmmáli og meltist hægar og lakar en kjarnfóður. Á sama tíma og þessir eiginleikar gróffóðurs bæta efnaskipti í vömb, takmarka þeir átgetu kýrinnar. Næringarinnihald gróffóðurs fer eftir jarðvegi, áburði og veðurlagi á vaxtar- og uppskerutíma. Uppskerutími og verk- unar- og geymsluaðferðir hafa sérlega mikla þýðingu. Við ráðum lítið við jarðveg og veðurfar. Samt sem áður er rétt að hafa í huga, að ljós, hiti og úrkomumagn hafa áhrif á gæði gróðursins. Mikið sólskin eykur sykurinnihald og lækkar próteinmagn. Hátt hitastig eykur trefjainnihald plantna og minnkar því orkuinnihald þeirra og næringargildi. Til dæmis er íslenskt hey betra en hey frá heitari löndum og hey hér- lendis er yfirleitt betra úr uppsveitum, svo sem Mývatnssveit, innst í Bárðardal en af láglendi. Temprað loftslag hentar því vel til grasræktar. Sláttutími. Það atriði, er mest áhrif hefur á næringargildi grasa, sem verka á í þurrhey eða vothey, er þroskastig við slátt. Ungar plöntur eru að miklum hluta blöð og að litlum hluta stöngull. Þær innihalda því lítinn stoðvef, sem gefur stráum styrk, en dregur úr meltanleika grassins. Næringargildi ungra plantna er því hátt, en um leið og grösin vaxa verða þau þurrefnisrík- ari, tormeltari og orku- og próteinsnauðari. Grundvöllur góðra heyja er gott og næringarríkt gras, slegið á réttum tíma 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.