Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 37
Almennt má segja þetta um forsendur fyrir átgetu mjólk-
urkúa: I fyrsta lagi, því betra sem heyið er, þeim mun meira
getur kýrin étið og, í öðru lagi étur kýrin meira við sömu nyt,
eftir því sem afurðageta hennar er meiri. Þá skiptir og máli
upp á átgetu hvar á mjaltaskeiðinu kýrin er, sem áður segir.
Þannig næst hámarksátgeta yfirleitt ekki fyrr en í fyrsta lagi
6-8 vikum eftir burð og jafnvel enn síðar, þótt hámarksnyt, og
þar með mest fóðurþörf, náist u.þ.b. 4-6 vikum eftir burð.
Höfuðáhersla verður einmitt lögð á það hér á eftir að gefa
dæmi um fóðrun miðað við þessar almennu forsendur. Eftir
ýmsar vangaveltur um tölugildi þessara forsenda varð tafla
nr. 7 til.
Tafla nr. 7. Tölulegar forsendur um átgetu á heildarþurrefni
og hámarksátgetu á misgóðu heyi án kjarnfóðurs hjá 425 kg
kúm miðað við tíma frá burði og mismikla afurðagetu.
Kýr nr. Afurðageta á mjaltaskeiði Heildarþurrefnisát kg/dag eftir Hámarksátgeta á heyi (kg með 85% þ.e. á dag) án kjarnfóðurs (100% þurrefni innan sviga)
Mjólk alls kg Hæsta dagsn. kg 1 mán. frá burði 2-7 mán. frá burði
1,6 kg/FE 1,8 kg/FE 2,0 kg/FE
i 4000 20 13 14 14 (11,9) 12 (10,2) 10 ( 8,5)
2 5000 25 14 15 15 (12,8) 13 (11,1) 11 ( 9,4)
3 6000 30 15 16 16 (13,6) 14 (11,9) 12 (10,2)
Tölur um átgetu í töflu nr. 7 eru að sjálfsögðu mjög um-
deilanlegar. Miðað við erlendar rannsóknir eru þær yfirleitt of
háar. Þær fáu niðurstöður innlendra tilrauna sem fyrir liggja
ásamt athugunum hjá bændum og reynslu þeirra styðja yfir-
burði íslenskra kúa að þessu leyti. Þó verður að reikna með að
þetta séu hámarkstölur þar til annað kemur í ljós. Trúlega eru
fullvaxnar norðlenskar kýr jafnvel heldur þyngri en taflan
greinir eða um 420-440 kg að meðaltali ef marka má til-
raunagripi. Verður seint tekið fram hversu breytileiki í stærð
39