Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Side 38
o.fl. getur haft mikil áhrif á átgetu kúa. Lítum fyrst á hvernig
er að fóðra mjög misafurðasamar kýr (kýr nr. 1 og 3 í töflu nr.
7) á misgóðum heyjum (1,6 og 2,0 kg/FE) við 15 kg dagsnyt.
Við þessa nyt má ætla að kýrnar séu báðar nokkurnveginn í
hámarksátgetu (2-7 mán. e. burð), en orkuþörf er þá 9,6
FE/dag.
Tafla nr. 8. Fóðrun misafurðasamra kúa í 15 kg dagsnyt
á misgóðum heyjum og kjarnfóðri.
Fóður Léleg kýr (kýr nr. 1) Góð kýr (kýr nr. 3)
Lélegt hey (2,0) Gott hey (1,6) Lélegt hey (2,0) Gott hey (1,6)
Heyát kg/dag (85% þ.e.) 9,1 14,0 11,4 15,4
Kjarnfóðurát kg/dag (88% þ.e.) . 5,0 0,9 3,9 0
Fóðurát alls kg/dag 14,1 14,9 15,3 15,4
Þurrefnisát alls kg/dag 12,1 12,7 13,1 13,1
Á töflu 8 sést að á bak við sömu dagsnyt stendur mjög
mismikil kjarnfóðurgjöf, eða frá 0-5 kg, allt eftir upplagi
kúnna og heygæðum. Ef jafnframt er litið á töflu nr. 7 sést að
kýrnar nýta ekki hámarksátgetu sína á heildarþurrefni, en hér
takmarkast hún af hámarksátgetu á heyi. Að baki liggja og
þær forsendur, að fyrir hvert viðbótarkg. af kjarnfóðri, sem
kýrin fær, minnkar át á heyi. Yfirleitt minnkar átið á heyinu
þó ekki fyrst í stað, þótt gefin séu t.d. 1-2 kg af kjarnfóðri. Eru
dæmi til að át á heyi, einkum þó votheyi, hafi aukist við fyrstu
matarlúkurnar. Með vaxandi heygæðum dregur meira úr
heyáti fyrir hvert kg kjarnfóðurs, og loks má reikna með að
minnkun á heyáti fari vaxandi þegar kjarnfóðri er bætt á
mikla kjarnfóðurgjöf, sem fyrir er. Tillit er tekið til þessara
þátta eins og skynsamlegast þykir hér, og þá helst haft að
40