Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 40
Heyát (1,8 kg/FE)/dag (85% þ.e.)................... 6,5 kg 3,6 FE
Kjarnf.át (lkg/FE)/dag (88% þ.e.) ................. 10,0 kg 10,0 FE
Kg fóðurs og FE alls á dag ....................... 16,5 kg 13,6 FE
Kg þurrefnis ajls á dag ........................... 14,3 kg
Fer nú að kárna gamanið og þykir ólíklegt að margir
bændur fáist til þess að fóðra kýr sínar á svo miklu kjarnfóðri.
Burtséð frá auknum heygæðum, má líta á þrjár leiðir út úr
ógöngunum: Hin fyrsta er að slá einfaldlega af kröfum um
hámarksafurðir, en þá verður að gæta þess strax við burð, og
fara mjög hægt í að auka kjarnfóðrið við kýrnar í eina 10-14
daga. Mörgum finnst þetta meiri uppgjöf en lausn, og lausn er
það alls ekki ef kvillar fylgja með þrátt fyrir allt. í öðru lagi má
með mikilli yfirlegu, nostri og harðfylgi e.t.v. ná meira áti og
betri fóðurnýtingu og nálgast það mjög að fóðra samkvæmt
nyt. I þriðja lagi, að vísu með góðu gjafarlagi, er reynandi að
feta það sem kalla má „hóflega“ undirfóðrun og verður í
mörgum tilfellum að mæla með þeirri leið, þótt henni fylgi
ákveðin súrdoðahætta. (Nánar má lesa um þetta efni í grein
undir heitinu: Fóðrun mjólkurkúa, súrdoði og afurðasemi,
eftir Þ.L. í 22. og 23. tbl. Freys 1981). Athugum þessa síðustu
leið nánar, þar sem undirfóðrun um 1 FE/dag við 25 kg er
endurheimt síðar, að hluta til við 15 kg dagsnyt:
Mjólk á dag 25 kg 15 kg
Átgeta, þ.e./dag 14 kg 15 kg
Orkuþörf á dag 13,6 FE 9,6 FE
Hey (1,8 kg/FE/dag (85% þ.e.) 9,0 kg 5,0 FE 12,0 kg 6,7 FE
Kj.f. (1 kg/FE)/dag (88% þ.e.) . 7,6 kg 7,6 FE 3,3 kg 3,3 FE
Kg fóðurs og FE/dag 16,6 kg 12,6 FE 15,3 kg 10,0 FE
Kg þurrefnis á dag
og jöfnuður í FE .. 14,3 kg h - 1,0 FE 13,6 kg + 0,4 FE
42