Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 67
fyrirsjáanlegt að veruleg endurnýjun verður að fara fram
á útihúsabyggingum. Túnræktun hefur verið mikil á
Hólum s.l. tvö sumur.
Að lokum ræddi Jón um tengsl búnaðarnámsins við
rannsóknir og tilraunir í landbúnaðinum. Einnig tengsl
skólans við bændur og að þýðingarmikið væri að Rfl. Nl.
stuðlaði að því, að bændur á svæði þess standi fast saman
um uppbyggingu skólans.
Björn Þórðarson ræddi um Hólaskóla og minntist fyrri
skólastjóra hans. Björn taldi það ekki heiglum hent að
endurreisa skólann til vegs og virðingar, en lét í ljós þá
von sína að nýjum skólastjóra takist það. Þá benti hann á
nauðsyn þess að byggja sundlaug á Hólum.
Kosning nefnda. Eftirfarandi skipun í nefndir fór fram:
Fjárhagsnefnd:
Haukur Steindórsson,
Teitur Björnsson,
Eggert Ólafsson,
Aðalbjörn Benediktsson,
Gunnar Oddsson,
Guðbjartur Guðmundsson,
Stefán Skaftason,
Sveinn Jónsson,
Björn Þórðarson,
Guðmundur Jónasson.
Allsherjarnefnd:
Ari Teitsson,
Grímur B. Jónsson,
Jóhann Guðmundsson,
Guðmundur H. Gunnarsson,
Þorsteinn Davíðsson,
Stefán Halldórsson,
Ólafur G. Vagnsson,
Jón Sigurðsson,
Gunnar Ríkharðsson,
Þórarinn Sólmundarson.
69