Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 29

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 29
Stærð kýrinnar ákveður rúmmál kviðarins. Þó að oftast sé miðað við þunga á fæti, ber að athuga að stór holdgrönn kýr getur verið jafnþung smárri og feitri kú, en hefur þó meira kviðarrúm og þá meiri átgetu. Áhrif átgetunnar á afurðirnar eru því minni, sem fóðrið er auðmeltara og orkuríkara. Offita getur minnkað lyst hjá kúm um allt að 25%, og mjög horaðar kýr éta oft minna en menn ætla, og er hugsanleg skýring próteinþurrð í líkamanum. Fyrstakálfskvígur eru oft lystar- minni en jafnþungar eldri kýr, og er ástæðan sennilega sú, að maginn þurfi að aðlagast hinu mikla áti. Oftast er þó reiknað með, að átgeta sé í hlutfalli við líkamsþunga skepnunnar á fæti. Því er haldið fram, að kýr éti samtals 2,5-3 kg þurrefn- is/100 kg líkamsþunga, og sé fóðrið blandað, geti 1,5-2 kg þar af verið gróffóður. í íslenskum tilraunum, þar sem raunar var gerður samanburður á graskögglum og kjarnfóðri handa mjólkurkúm, kom fram að meðalátgeta á gróffóðri var 2 kg þurrefnis/100 kg líkamsþunga, og alls 3,1 kg þ.e./lOO kg hjá kúm á kjarnfóðri, en 3,2 kg hjá graskögglakúm. Við há- marksátgetu reyndust kýrnar hins vegar éta um 3,5 kg þ.e. í blönduðu fóðri, sem er nokkru meira en gefið var upp fyrr í þessari málsgrein. Þessar tölur ber enda ekki að taka sem algildar, en gefa góða vísbendingu. Sé miðað við fyrstnefndu tölurnar getur 400 kg kýr étið alls 10-12 kg þurrefnis, og þar af 6-8 kg þ.e. í gróffóðri. Sé hins vegar miðað við hámarksátgetu kúnna í fyrrnefndri íslenskri tilraun, en þær mjólkuðu rúm 20 kg að meðaltali á dag, þá átu þær alls um 14 kg af þurrefni á dag miðað við 400 kg líkamsþunga. Eins og áður er nefnt fara þessar tölur um átgetu eftir ýmsu auk líkamsþunga, sem nánar verður drepið á hér á eftir. Átgeta minnkar á meðgöngutímanum, einkum þó í geld- stöðu og kemst í lágmark á burðardegi. Þessu valda sennilega aukin þrengsli í kviðarholi vegna vaxtar fóstursins, og e.t.v. hefur aukið magn hormónsins östrogen í blóðinu einhver áhrif. Strax eftir burð verður orkuþörf slík, að neyslan nægir sjaldnast til að mæta henni. Þetta veldur því, að kýrin léttist, þar sem hún verður að ganga á orkuforða líkamans. Afurðir 31

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.