Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 66
Helgi Jónasson flutti þakkir til Jóhannesar. Einnig til
heimaöflunarnefndarinnar, sem hann taldi víst að ætti
eftir að skila góðu starfi. Þá ræddi hann lítillega um
áburðarleiðbeiningar.
Þórarinn Lárusson svaraði í lok umræðna með nokkr-
um orðum.
Fundarstjóri bar reikninga félagsins upp til atkvæða og
voru þeir samþykktir samhljóða. Var nú gert matarhlé.
4. Erindi Jóns Bjarnasonar skólastjóra Bændaskólans á
Hólum. I upphafi ræddi Jón um landbúnaðarnámið al-
mennt og stöðu þess i skólakerfinu. Hann taldi að um-
ræður sem fram hafa farið að undanförnu um landbúnað
og stöðu hans í þjóðfélaginu, hafi dregið úr áhuga ungs
fólks á búnaðarnámi. Ennfremur að möguleikar fyrir
margskonar skólanámi hafi aukist mjög á undanförnum
árum. Ljóst væri þó, að aðrir skólar koma ekki í stað
bændaskólanna hvað búnaðarnám varðar, og það væri
mikil nauðsyn íslenskum landbúnaði að það verði eflt.
Þá ræddi Jón um helstu framkvæmdir sem nú fara
fram á Hólum. Er þar helst um að ræða endurbætur á
heimavistarhúsnæði og kennarabústöðum og tengingu
hitaveitu í hús staðarins. Einnig að hluti hesthússins verði
tekinn i notkun á þessu hausti.
Jón sagði frá ráðningu kennara og lýsti tilvonandi
kennsluskipan í vetur. Kennsla fer fram í tveim deildum,
annars vegar þar sem nemendum er gert kleift að ljúka
náminu á einum vetri og hins vegar tveggja vetra nám
samkvæmt hinni nýju búnaðarskólalöggjöf. í vetur verð-
ur skólinn fullskipaður með 25-30 nemendur. Einnig að
möguleiki verði á námskeiðshaldi svipað og verið hefur á
Hólum undanfarna tvo vetur. Rætt er um að kennsla í
aukabúgreinum verði nokkur t.d. í fiskeldi, loðdýrarækt
o.fl. Fiskeldisstöð hefur þegar verið reist á Hólum og
stefnt er að því að stofna loðdýrabú á staðnum.
Jón ræddi nokkuð um húsnæðismál skólans. Vöntun er
á húsnæði fyrir kennara og annað starfsfólk. Einnig er
68