Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 20
tökum á notkun hennar. Þurrkun á velli án súgþurrkunar
miðast við að ná rakastigi heysins úr 80% (við slátt, sé þurrt á)
niður í 20% (sem telst vallþurrt hey). Með tilliti til næringar-
taps er hagkvæmast að hirða heyið við 35-45% rakastig og
súgþurrka það síðan. Sé heyið bundið er ekki rétt að rakinn
fari yfir 40%. Það er einmitt á þessu síðasta bili þurrkunar-
innar, sem efnatapið er mest, og skyldu bændur því líka nota
súgþurrkunina í þurrkasumrum. Mikilvægt er að blása alltaf
það mikið, að aldrei myndist hiti í heyinu. Þar sem ódýr
jarðvarmi er fyrir hendi, er sjálfsagt að nýta hann til að auka
afköst súgþurrkunarkerfisins.
Vothey.
Verkun í vothey gefur góða möguleika á slætti á meðan grasið
er ungt og næringarríkt. Það er sú verkunaraðferð, sem veð-
urfarið hefur hvað minnst áhrif á. Þó er rétt að geta þess, að
þurrkur og sólskin eykur sykruinnihald grassins og léttir
verkunina. Tilgangur votheysverkunar er að varðveita ungt
gras og annað grænfóður við lágmarksnæringartap, þannig
að fóðrið sé lystugt og nothæft allan innistöðutímann.
Efni í ferskum plöntum gerjast auðveldlega. Margs konar
örverur taka þátt í þeirri starfsemi. Ekki eru þær allar jafn-
æskilegar. Við votheysverkun er reynt að skapa þeim æski-
legustu góðar aðstæður, og hindra samtímis viðgang hinna
skaðlegu. Einkum er sóst eftir hinni svonefndu mjólkursýru-
gerjun. Mjólkursýrugerlar framleiða mjólkursýru úr auð-
meltum kolvetnum. Við það súrnar votheysmassinn. Þegar
sýrustigið er komið niður fyrir pH 4 stöðvast efnabreyting-
arnar. Massinn er þá orðinn nógu súr og mun haldast stöð-
ugur. Við vel heppnaða verkun hefur mjólkursýrugerjun
yfirhöndina, m.a. vegna þess að mjólkursýrugerlar þola hið
súra umhverfi mjög vel. Einkum er það smjörsýrugerjun, sem
ber að varast, þar sem hún veldur næringartapi og lakari
gæðum fóðursins. Gott vothey ætti að innihalda 1-1,5%
mjólkursýru, eitthvað af ediksýru og maurasýru, en sem allra
minnst af smjörsýru, helst ekki í mælanlegu magni. Má hér sjá
22