Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 68

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 68
Framlagning mála. Þórarinn Lárusson lagði fram fjár- hagsáætlun fyrir árið 1982. Aætluninni vísað til fjár- hagsnefndar. Ævarr Hjartarson ræddi um tillögu frá síðasta aðal- fundi um bókhaldsmál. Gerði hann grein fyrir starfi stjórnarinnar í þessu máli og sagði frá athugun á tölvu- <* vinnslu bókhalds búnaðarsambandanna svo og einstakra bænda. Á vegum Búnaðarfélags íslands er nú starfandi nefnd, sem Ævarr á sæti í, og fjallar hún um þessi mál. Helst virðist koma til greina samstarf við kaupfélögin með uppgjör og er nú í gangi tilraunavinnsla af því tagi. Einnig hefur verið rætt um að tölvuvæða ýmsar leið- beiningar s.s. áburðar- og fóðuráætlanir. Máli þessu var síðan vísað til allsherjarnefndar. Egill Bjarnason gerði grein fyrir erindi Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins þar sem fjallað var um hugs- anlegt samstarf við Rfl. Nl. um rekstur Tilraunastöðvar- innar á Möðruvöllum. Óskar stjórn Rala eftir viðræðum við stjórn Rfl. Nl. og kom fram tillaga frá þeirri síðar- nefndu er vísað var til allsherjarnefndar. ^ Þórarinn Lárusson óskaði eftir áliti fundarmanna á því, hvort Rfl. Nl. eigi að standa fyrir sameiginlegum fundum ráðunauta á Norðurlandi um afmörkuð fagleg efni. Eggert Ólafsson lýsti vantrú sinni á tölvutækni og taldi hana dýra. Þá ræddi hann um fjárhagsáætlunina og taldi að einstakir nefndarmenn væru ekki í stakk búnir til að ræða hana. Eggert spurðist fyrir um heimild stjórnarinn- ar til innheimtu á gjaldi frá búnaðarsamböndunum, til þess að ná saman endum við reksturinn. Ari Teitsson taldi, að framlög sambandanna til Rfl. Nl. hefðu aukist meira en sem verðbólgunni nemur. Hann skýrði frá umræðum á aðalfundi B.S.S.Þ. um nauðsyn þess að fjárhagur Rfl. Nl. þrengdist ekki og þar með starfsemi þess. Hún væri það mikilvæg, að ekki mætti takmarka hana. 70

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.