Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 17

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Síða 17
FÓÐUR MJÓLKURKÚA A Imennt um gróffóður. Yfirleitt er gerður greinarmunur á kjarnfóðri og gróffóðri. Einstöku fóðurtegundir, svo sem kál, repja, rótarávextir og kartöflur ættu strangt til tekið að vera í milliflokki, en verða hér teknar með í gróffóðurkaflanum. Mikilvægustu gróffóð- urtegundir hér á landi eru gras, grænfóður, þurrhey og vot- hey. Þeim er öllum sameiginlegt að innihalda mikið af trefja-kolvetnum, sem einungis örverur eru færar um að melta. Trefjainnihaldið er yfirleitt hátt, fóðrið er mikið að rúmmáli og meltist hægar og lakar en kjarnfóður. Á sama tíma og þessir eiginleikar gróffóðurs bæta efnaskipti í vömb, takmarka þeir átgetu kýrinnar. Næringarinnihald gróffóðurs fer eftir jarðvegi, áburði og veðurlagi á vaxtar- og uppskerutíma. Uppskerutími og verk- unar- og geymsluaðferðir hafa sérlega mikla þýðingu. Við ráðum lítið við jarðveg og veðurfar. Samt sem áður er rétt að hafa í huga, að ljós, hiti og úrkomumagn hafa áhrif á gæði gróðursins. Mikið sólskin eykur sykurinnihald og lækkar próteinmagn. Hátt hitastig eykur trefjainnihald plantna og minnkar því orkuinnihald þeirra og næringargildi. Til dæmis er íslenskt hey betra en hey frá heitari löndum og hey hér- lendis er yfirleitt betra úr uppsveitum, svo sem Mývatnssveit, innst í Bárðardal en af láglendi. Temprað loftslag hentar því vel til grasræktar. Sláttutími. Það atriði, er mest áhrif hefur á næringargildi grasa, sem verka á í þurrhey eða vothey, er þroskastig við slátt. Ungar plöntur eru að miklum hluta blöð og að litlum hluta stöngull. Þær innihalda því lítinn stoðvef, sem gefur stráum styrk, en dregur úr meltanleika grassins. Næringargildi ungra plantna er því hátt, en um leið og grösin vaxa verða þau þurrefnisrík- ari, tormeltari og orku- og próteinsnauðari. Grundvöllur góðra heyja er gott og næringarríkt gras, slegið á réttum tíma 19

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.