Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 14

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 14
sjaldnast næringarefni, sem þær lifa á góðu lífi, til gagns bæði sér og hýslinum, kúnni. Jórturdýr skortir þá hvata, sem þarf til að brjóta niður tréni (sellulósa), hálftréni (hemisellulósa) og fleiri efnasambönd, sem mynda meginhluta þurrefnis í venjulegu gróffóðri. Hins vegar meltist sterkja, sem er aðal- efnið í korni og kartöflum, auðveldlega í þörmum bæði ein- maga dýra og jórturdýra. Örverur vambar geta breytt bæði tormeltum efnum, svo sem tréni og auðmeltari kolvetnum eins og sterkju og sykrum, í efnasambönd, sem kýr geta nýtt. Fita og prótein taka einnig miklum breytingum í vömb. Þessar efnabreytingar örveranna nefnum við einu nafni vambargerjun. Hin umbreyttu efnasambönd nota örverur sem orkubrunn til eigin efnaskipta, svo sem vaxtar. Mikil- vægar aukaafurðir þessara efnaskipta eru rokgjarnar fitusýr- ur, fyrst og fremst ediksýra, própíonsýra og smjörsýra. Þær eru síðan teknar upp í gegnum vambarvegginn, og jórturdýr nota þær sem orkugjafa og til uppbyggingar efnasambanda, t.d. við mjólkurmyndun. Tilraunir hafa leitt í ljós að 60-70% af meltanlegri orku fóðursins er breytt í rokgjarnar fitusýrur af örverum vambarinnar, og þær síðan nýttar af hýslinum. I kaflanum um próteinþörfina var þess getið, að gæði próteins skipta minna máli hjá jórturdýrum en einmaga dýr- um. Einnig þetta stafar af starfi örvera. Svo sem hjá æðri dýrum byggist vöxtur þeirra á próteini. Allt að 50-70% af þurrefni örvera í vömb er prótein á náu gæðastigi. Til vaxtar nýta örverur vambarinnar einföld köfnunarefnissambönd (N-sambönd) svo sem ammoníak, sem myndast hafa úr flóknari N-samböndum fóðursins, einnig fyrir tilstilli örvera. Ur slíkum einföldum N-samböndum og með nýtingu orku frá kolvetnabreytingum myndast gerlaprótein, sem síðar kemur hýslinum til góða. Að magni til skiptir þetta örveruprótein jórturdýr miklu máli. Tilraunir sýna að allt að 50% próteins í þörmunum er frá örverum komið, og því kemur allt niður í 40% beint úr fóðrinu. Þetta stafar af því, að eftir ævilok í vömb ganga gerlar og einfrumungar aftur í vinstur og þarma, þar sem þeir eru meltir og teknir upp ásamt því fóðurpróteini, sem hefur komist þangað óbreytt. Prótein- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.