Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Blaðsíða 60
raunastjóra, og Guðmundi H. Gunnarssyni, ráðunaut. Ég hef lagt áherslu á mat á kalskemmdum í tilraunareitum auk þess sem ég hef nokkuð farið um og skoðað kalskemmdir í túnum bænda. Þá fór ég um Eyjafjörð í júní og safnaði bakteríu- sýnum af kalskemmdum grösum og tók bakteríurnar til ræktunar á rannsóknastofu. Loks var ég fararstjóri þriggja bændaferða í sumar, en það voru ferðir Keldhverfinga, Hörgdæla og öxndæla svo og fólks úr Fells- og Hofshreppi í Skagafirði. Þá sótti ég ásamt Þórarni Lárussyni aðalfundi búnaðarsambandanna í Austur-Húnavatnssýslu og Norður- Þingeyjarsýslu. Nú upp á síðkastið hef ég tekið þátt í flutningi rannsóknastofunnar eftir því sem aðstæður hafa leyft. Áður en ég hóf störf hjá Ræktunarfélaginu hafði ég dvalið í Ottawa í Canada í hálft annað ár við rannsóknir á þoli og kali túngrasa. Var dvöl mín þar ytra að hluta á vegum Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins en annars kostuð af Vís- indasjóði auk ferðastyrks frá Ræktunarfélaginu. Rannsóknir á þessu fyrirbæri hafa lengi verið mér mikið áhugamál, enda þótt ég hafi aldrei getað stundað þær nema í hjáverkum. Það var mér því nokkurt gleðiefni þegar mál réðust þannig að ég við heimkomuna frá Canada var ráðinn þar í % úr stöðu en hjá Rala að Vi, einnig með kalrannsóknir sem aðalstarf. Menn kunna að spyrja hvers vegna Rfl. Nl., sem mest hefur sinnt og gegnt leiðbeiningarstörfum ráði til sín mann í rannsóknir. Því er fyrst til að svara að ráðunautar Ræktunarfélagsins hafa alla tíð unnið nokkuð að athugunum og rannsóknum, enda hefur þeim verið ljóst að leiðbeiningar verða að byggjast á þekkingu sem fengin er úr rannsóknum og tilraunum auk fenginnar reynslu þeirra sem búskap stunda. Hafi aðrir ekki aflað þess- arar þekkingar þá hafa þeir gert það sjálfir, og tel ég að þessi samruni þekkingarleitar og miðlunar hafi verið lífgjafi Ræktunarfélagsins til þessa. í annan stað er þekking okkar á kalvandamálinu svo bágborin að ég held að ekkert svið jarð- ræktarinnar eða jafnvel engin hlið landbúnaðarins sé mikils- verðara rannsóknarefni. Við getum ekkert leiðbeint bændum fyrr en við vitum meira um þennan vágest. Það er ekki vansalaust fyrir þá sem landbúnaðarmálum stjórna að enn í 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.