Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1981, Page 31
orkuþéttni. Með aukinni orkuþéttni (þ.e. aukinn hluti kjarn- fóðurs) eftir það, helst orkuneysla óbreytt, en þurrefnisát minnkar. Slíku ástandi geta hæglega fylgt meltingartruflanir. Fjölgun gjafa á sólarhring eykur át og jafnar gerjunar- og sýrustig í vömb. Breskar heimildir herma, að hún auki fitu- innihald mjólkurinnar, einkum ef kjarnfóðurgjöf er mikil. Fóðrunarkerfi. Nú á dögum tala fagmenn og fræðingar helst um þessi fjögur fóðrunarkerfi: r* 1. Fóðrun samkvæmt meðalmjaltalínuriti („standard laktasj onskurve“). 2. Jöfn (,,flat-rate“) notkun kjarnfóðurs fyrstu vikur mjaltaskeiðsins. 3. Fóðrun eftir lyst, á blöndu af gróffóðri og kjarnfóðri, svonefndu heilfóðri. („komplett for“). 4. Norm-fóðrun. Fóðrun samkvœmt afurðalínuriti byggist á því, að fóðuráætlun er unnin út frá stöðluðu meðalmjaltalínuriti. Á mjaltaskeið- inu breytist kjarnfóðurgjöfin jafnt fyrir allar kýr, án tillits til nythæðar. Kúnum er gefið eins mikið hey og þær vilja éta, og munu þær, sem mjólka meira en í meðallagi, reyna að vinna fóðurþörfina upp með auknu gróffóðuráti. Hið gagnstæða á við um kýr, sem mjólka undir meðalnyt. Samt sem áður er hætt við einhverri undirfóðrun bestu kúnna, og að þær lök- ustu fái óþarflega mikið. Aðalkostur þessa kerfis er hve auðvelt það er í framkvæmd, jafnvel í lausagöngufjósi. Þar sem gera má hagstæð kjarnfóð- urkaup má hugsa sér að hafa kjarnfóðurskammtinn svo stór- an, að hann nægi jafnvel fyrir bestu kýrnar. Þetta eykur þó líkurnar á óþarfa fóðureyðslu. Kerfið virðist því síður henta smærri búum, þar sem áhersla er lögð á miklar afurðir á grip, góða fóðurnýtingu og sem hagkvæmasta notkun kjarnfóðurs. Jafnfóðrunarkerfið miðast við, að hjá öllum kúnum sé kjarn- fóðurgjöf haldið jafnri í nokkurn tíma. Hinn danski Öster- 33

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.