Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 67
ÍSLENZK BÓKASÖFN FYRIR SIÐABYLTINGUNA
67
teiknaðir eða málaðir en skrifaðir i okkar skilningi. Þá var hin svonefnda lýsing
handritanna þess eðlis, að hún hlaut að hleypa bókaverði drjúgum fram. Eðlilegt var
því, að bindatala bókasafna, nema þeirra, sem stærst voru, væri heldur lítil, að nú
mundi kallað. Svo var bókasafn Karls V. Frakkakonungs árið 1373 910 bindi, og var
talið stærðarbókasafn.4 Samkvæmt skrá yfir hókasafn Rómarháskóla („Sapienza),
gerðri á dögum Bonifaciusar páfa VIII., 1295, voru þar 443 skrárnúmer.5 Þegar
Benediktsmunkurinn Jóhannes Trithemius gerðist ábóti í klaustrinu Sponheim ekki
Iangt frá Oldenburg, 1483, átti klaustur þetta 14 bindi af bókum, en 1507 átti klaustrið
2000 bindi, sem er gífurlega mikið á þeirri tíð; var sumt af því keypt eða fengið í
skiptum, en meginið hafði áhótinn látið munka sína skrifa.0 Samkvæmt bókaskrá
klaustursins í Reichenau (Eynni auðgul frá árunum 820—842 átti það þá 450 bindi."
Arið 1468 gaf hinn lærði Bessarion kardínáli Markúsarkirkjunni í Feneyjum hóka-
safn sitt -— það varð stofninn í hinu fræga Markúsarbókasafni — 746 bindi.8 Frá-
söguna af því, að bókasafn Matthíasar Ungverjakonungs Corvinusar hafi i lok 15.
aldar verið 50.000 bindi9 verður, nema annað sannist, að telja með þjóðsögum. Eftir
þessu ættu stór miðaldabókasöfn á meginlandinu að hafa oltið á allmörgum hundruð-
um án þess þó í heild sinni að ná 1000 bindum.
Þá er að athuga, hvernig ástatt var í þessum efnum á Norðurlöndum, enda þótt
gögn reynist vera heldur lítil. Andrés erkibiskup Sunesön í Lundi, þá í Danmörku.
(d. 1228) gaf dómkirkjunni þar 30 bækur, sem taldar eru „dýrmætur fjársjóður“,10
en auðvitað er alveg óvíst, að þetta hafi verið allt bókasafn hans; hitt er aftur á móti
víst, að dómkirkjan átti allmiklu meira af bókum en þetta. Sem dæmi um bókasöfn
einstakra Dana má nefna, að síðasti kaþólski presturinn í Köbelev átti 7 bækur (2
tíðabækur, bænabók, 3 hómilíubækur og eitt kirkjulagasafn).11 Svona var bókaeign
ótínds prests, en til samanburðar hefur maður bókaeign Jens erkibiskups Grand í
Lundi og síðar í Brimum (d. 1327). Hafði hann verið flæmdur úr erkibiskupsdæm-
um sínum báðum vegna yfirgangs og þá leitað á náðir páfa í Avignon. Þar dó erki-
biskup, sem var auðugur maður, og varð páfi erfingi hans, meðal annars að bókasafni
því, er hann hafði átt. Gerði hókavörður páfa þá skrá yfir það og mat það. Var það
talið 544 gyllina virði, sem var of fjár; voru bækurnar 81 að tölu, en að auki voru
nokkur kver með dönskum tilskipunum og nokkrar bækur á dönsku ásamt öðru
smælki, „sem einskis virði er og ekki tekur að meta“.1 - Er auðvitað ekkert hægt að
vita nú um hinar óvirtu ba;kur, en líklegt er, að nútíminn mundi leggja annað mat á
þær. Frá Noregi er til skrá yfir bókasafn Árna Björgynjarbiskups Sigurðssonar
(d. 1314); átti hann 32 bindi, en á þeim voru 36 rit, — 13 guðfræðirit, 15 gram-
maticales libri og 8 norrænubækur.19 Aslákur Björgynjarbiskup Bolt (d. 1450) lét
rétt áður en hann tók við erkibiskupsdómi í Niðarósi (1429) gera skrá yfir bækur
sínar og töldust þær 20, en þá höfðu sjóræningjar, hinir svonefndu Vetaliebræður,
nýverið rænt Björgvin og meðal annars bókasafn biskups, svo að hæpið er, hvaða
mynd þetta gefur af því.14 1485 átti klaustur í Konungahellu 21 bók, og um svipað
leyti átti klaustrið í Tötru 70 gamlar bækur,15 en þegar svo er til orða tekið er vafa-