Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 67

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 67
ÍSLENZK BÓKASÖFN FYRIR SIÐABYLTINGUNA 67 teiknaðir eða málaðir en skrifaðir i okkar skilningi. Þá var hin svonefnda lýsing handritanna þess eðlis, að hún hlaut að hleypa bókaverði drjúgum fram. Eðlilegt var því, að bindatala bókasafna, nema þeirra, sem stærst voru, væri heldur lítil, að nú mundi kallað. Svo var bókasafn Karls V. Frakkakonungs árið 1373 910 bindi, og var talið stærðarbókasafn.4 Samkvæmt skrá yfir hókasafn Rómarháskóla („Sapienza), gerðri á dögum Bonifaciusar páfa VIII., 1295, voru þar 443 skrárnúmer.5 Þegar Benediktsmunkurinn Jóhannes Trithemius gerðist ábóti í klaustrinu Sponheim ekki Iangt frá Oldenburg, 1483, átti klaustur þetta 14 bindi af bókum, en 1507 átti klaustrið 2000 bindi, sem er gífurlega mikið á þeirri tíð; var sumt af því keypt eða fengið í skiptum, en meginið hafði áhótinn látið munka sína skrifa.0 Samkvæmt bókaskrá klaustursins í Reichenau (Eynni auðgul frá árunum 820—842 átti það þá 450 bindi." Arið 1468 gaf hinn lærði Bessarion kardínáli Markúsarkirkjunni í Feneyjum hóka- safn sitt -— það varð stofninn í hinu fræga Markúsarbókasafni — 746 bindi.8 Frá- söguna af því, að bókasafn Matthíasar Ungverjakonungs Corvinusar hafi i lok 15. aldar verið 50.000 bindi9 verður, nema annað sannist, að telja með þjóðsögum. Eftir þessu ættu stór miðaldabókasöfn á meginlandinu að hafa oltið á allmörgum hundruð- um án þess þó í heild sinni að ná 1000 bindum. Þá er að athuga, hvernig ástatt var í þessum efnum á Norðurlöndum, enda þótt gögn reynist vera heldur lítil. Andrés erkibiskup Sunesön í Lundi, þá í Danmörku. (d. 1228) gaf dómkirkjunni þar 30 bækur, sem taldar eru „dýrmætur fjársjóður“,10 en auðvitað er alveg óvíst, að þetta hafi verið allt bókasafn hans; hitt er aftur á móti víst, að dómkirkjan átti allmiklu meira af bókum en þetta. Sem dæmi um bókasöfn einstakra Dana má nefna, að síðasti kaþólski presturinn í Köbelev átti 7 bækur (2 tíðabækur, bænabók, 3 hómilíubækur og eitt kirkjulagasafn).11 Svona var bókaeign ótínds prests, en til samanburðar hefur maður bókaeign Jens erkibiskups Grand í Lundi og síðar í Brimum (d. 1327). Hafði hann verið flæmdur úr erkibiskupsdæm- um sínum báðum vegna yfirgangs og þá leitað á náðir páfa í Avignon. Þar dó erki- biskup, sem var auðugur maður, og varð páfi erfingi hans, meðal annars að bókasafni því, er hann hafði átt. Gerði hókavörður páfa þá skrá yfir það og mat það. Var það talið 544 gyllina virði, sem var of fjár; voru bækurnar 81 að tölu, en að auki voru nokkur kver með dönskum tilskipunum og nokkrar bækur á dönsku ásamt öðru smælki, „sem einskis virði er og ekki tekur að meta“.1 - Er auðvitað ekkert hægt að vita nú um hinar óvirtu ba;kur, en líklegt er, að nútíminn mundi leggja annað mat á þær. Frá Noregi er til skrá yfir bókasafn Árna Björgynjarbiskups Sigurðssonar (d. 1314); átti hann 32 bindi, en á þeim voru 36 rit, — 13 guðfræðirit, 15 gram- maticales libri og 8 norrænubækur.19 Aslákur Björgynjarbiskup Bolt (d. 1450) lét rétt áður en hann tók við erkibiskupsdómi í Niðarósi (1429) gera skrá yfir bækur sínar og töldust þær 20, en þá höfðu sjóræningjar, hinir svonefndu Vetaliebræður, nýverið rænt Björgvin og meðal annars bókasafn biskups, svo að hæpið er, hvaða mynd þetta gefur af því.14 1485 átti klaustur í Konungahellu 21 bók, og um svipað leyti átti klaustrið í Tötru 70 gamlar bækur,15 en þegar svo er til orða tekið er vafa-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.