Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 68

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 68
68 GUÐBRANDUR JÓNSSON samt, hvort þar komi öll bókakurl klaustursins til grafar. Loks er að líta til Svíþjóðar. Dómkirkjan í Uppsölum átti bókasafn, sem nú er ókunnugt, hve stórt var, en jafnhliða því átti erkistóllinn annað, þó sjálfstætt bókasafn, og átti hann 1369 um 120 bindi.16 Talið er, að bókasafn Birgittuklaustursins í Vadstena hafi átt um 1400 bindi,17 sem er afarmikið, en þó skiljanlegt, þar sem það var aðalklaustur þessarar reglu, er fyrir siðabyltingu var geysilega áhrifarík og hlaut mikla útbreiðslu á skömmum tíma. Þá er kunn stærð nokkurra einkabókasafna, l. d. bókasafns Beros nokkurs de Ludosias (d. 1465), sem var 132 bindi og þótti mikið18 og bókasafns bróður Klemensar Ryting, er var lektor í svartbræðraklaustrinu í Stokkhólmi, en það voru að minnsta kosti 80 bindi.111 Þetta er að vísu fulllílið til að álykta mikið af, en af því sýnist þó með nokk- urri vissu mega ráða það, að bókasöfn á Norðurlöndum hafi í heild verið minni en annarsstaðar á meginlandinu, og að telja megi að bókasafn þar, sem átti 100 bindi eða þaðan af meira, hafi mátt kalla álitlegt. Þá er að athuga, hvernig íslenzkum bókasöfnum fyrir siðabyltinguna var varið í þessu efni, og bvort þau í heild sinni voru síðri að stærðinni til en önnur samtíðar- bókasöfn, sérstaklega á Norðurlöndum. Heimildirnar eru fyrst og fremst máldagarnir, að því er til kirkna og klaustra tek- ur, en um bókasöfn einstaklinga má nokkuð ráða af arfleiðsluskrám og lítið eitt af hand- ritum, sem til eru enn í dag. Máldagarnir eru auðvitað ekki alltaf sem gleggstar heim- ildir í þessu efni, því að mjög oft greina þeir ekki frá því, hverjar bækurnar eru, held- ur láta sér nægja að segja tölu á þeim eða demba í einn bing og virða hann til landaura. Til skilningsauka skal, áður en lengra er farið, nokkuð minnzt á gerð og geymslu bóka hér á landi i fyrri tíð, enda þótt heimildakveikirnir séu allmjóir. Þegar íslenzk bókagerð hefst, er komið langt fram á bókfellsöld, og papírs er þá í heild sinni lítið farið að gæta hér á Vesturlöndum, enda þótt þá hafi fyrir meðal- göngu Araba eitthvað verið farið að nota hann í Miklagarði og jafnvel á Spáni og Ítalíu. Fyrstu pappírsmylnur á Spáni eru reistar á 12. öld, á Ítalíu á 13. öld, en á Þýzkalandi er fyrsta pappírsverksmiðja stofnuð 1320. I Danmörku er pappírs fyrst getið á dögum Valdimars konungs Kristóferssonar („Atterdag“ 1340—1375), en elztu pappírsskjöl, sem til eru þar í landi, eru frá dögum dóttursonar Valdimars, Ólafs kon- ungs Hákonarsonar (1375—1387) ;20-hér á landi kemur pappír miklu síðar til skjal- anna sem að verður vikið síðar. Langt fram eftir öldum eru bækur því hér á landi eingöngu ritaðar á skinn, ýmist á eiginlegt bókfell, sem var sauðskinn rakað og rotað. svift fitunni með ýmsum sýrum, síðan olíuborið og fágað með gjalli, en alloft, ef ekki oftast var hér á landi notað kálfsskinn; í heild sinni var frágangurinn á skinninu, ef íslenzkur var, frekar óvandaður, bæði uni rakstur og að fitunni væri sæmilega úr því náð, en fyrir bragðið eru blöð fornra íslenzkra skinnbóka nú brún eða jafnvel blökk, þó samtíma erlendar skinnbækur séu skjannahvítar. Vaxtöflur höfðu menn hér sem annarsstaðar til uppkasta. Svo segir í Laurentius sögu: „Eftir máltíðina daglega reik- aði hann (þ. e. Laurentius biskup) fyrst; fór hann þá í sitt stúdíum ok stúderaði hann í bókum; skrifaði hann upp á vaxspjald nóterandi þat, sem hann vildi hafa sérlega úr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.