Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 70

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 70
70 GUÐBRANDUR JÓNSSON „Þessa biblíu gef eg Guði og kirkjunni á Hálsi, Guðs orði til eflingar og framgangs. Bið eg og býð þeim, sem kirkjuna halda, að geyma og forvara hana vel og bera hana ekki úr kirkjunni og ei ljá hana í burtu, nema þeir svari spjöllum, ef 'verða. Anno 1588 þann sjöunda dag jóla. G. Th. með eigin hendi.“ Var þessara fyrirmæla gætt fram yfir síðustu aldamót, en þá bar prestur staðarins biblíuna niður í veitingahúsið á Oddeyri, og var hún þar til fals hverjum sem hafa vildi. Fóru svo leikar, að ensk kona varð til að kaupa hana fyrir álitlega, en sízt of háa, upphæð. Er þetta spurðist, mæltist það illa fyrir, og er hinn nýi eigandi frétti, hvernig í öllu lá, þótti henni þetta slík óhæfa, að hún bauðst til að afhenda bókina aftur gegn því, að sér væri endurgreitt andvirðið. Fyrir bragðið flutti þáverandi þing- maður Reykvíkinga, Jón þjóðskjalavörður Þorkelsson, þingsályktunartillögu um það á Alþingi 1909, að stjórnin hlutaðist til um, að biblían yrði endurkeypt; mælti hann fyrir tillögunni meðal annars á þessa leið: „Biblían var að öllu hin sæmilegasta og bundin af list og prýði. Þessi menjagripur hafði um langan aldur legið á altari kirkj- unnar á Ilálsi og bundin við það með járnfesti.“31 Biblían kom þó ekki aftur fyrr en í lok fyrri heimsófriðar, og hún hefur af einhverjum undarlegum ástæðum lent í Forngripasafninu. En hvað um það, ef þessi frásögn er rétt, er ég veit ekki með vissu, þó ég sæi biblíuna á Hálsi 1901, — mig rekur ekki minni til, að hún væri hlekkjuð, sem þó ekki þarf að segja mikið, því ég var á þrettánda ári — þá ætti af því með nokkrum líkindum að mega álykta, að hér hafi verið um fornan sið að ræða, er hafi þekkzt hér fyrir siðabyltinguna. Bandið á bókinni sýnir það ekki beinlínis, að hún hafi verið hlekkjuð, en hins vegar eru á því skemmdir, sem vel geta stafað af því, að svo hafi verið. Sjálfur hef ég í bókasafni gamals skóla í allstórum bæ, Bolton á Norðvestur-Englandi, séð bækur blekkjaðar við púlt með þessum hætti. Að því er að bókböndum lýtur, hefur því þegar verið lýst, hvernig kvaternarnir voru saumaðir ú strengi, en strengirnir í spjöld. Kjölurinn var að jafnaði ber, svo að sást inn í strengina, en stundum var hann þó hulinn skinni eða einhverju öðru. Spjöldin voru alla- jafna úr tré. Þunnar bækur — kver — voru oftast heftar saman með þræði spjaldalaust, eða þá að skinnræma var þrædd á kjölinn. Með þeim hætti eru allmörg handrit í Lands- bókasafni, þó að frá síðari öldum sé. Stærri bækur voru og oft saumaðar í skinn tré- spjaldalaust. Nefndar eru nokkrar venjulegar bandategundir: léreftsbönd32 og skinn- bönd33 ýmist úr sauðskinni, nautsskinni34 eða selsskinni35. Skinnböndin voru ýmist ólituð. hvít3G, svört37 eða rauð.38 Bækur þessar voru oft með múlmbúningi á horn- um og spjöldum, að minnsta kosti öðru, og spjöldin voru allajafna skinndregin, en til var þó, að tréspjöldin væru ber.39 Dýrustu bönd voru með spjöldum úr máhni — silfri40 eða smeltum kopar41 — eða úr tönn,42 en venjulegast voru það að eins svo kallaðir textar (guðspjalla- og pistlabækur), sem voru með þeim dýrindum. Naumast munu nú vera margar íslenzkar bækur til í bandi svo gamlar, nema t. d. AM 225, fol., skinnhandrit af Stjórn o. fl. frá 15. öld, sem er í útskornum tréspjöldum, en fram yfir 1888 var máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar (,,Rauðskinna“) enn í hinu upp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.