Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 70
70
GUÐBRANDUR JÓNSSON
„Þessa biblíu gef eg Guði og kirkjunni á Hálsi, Guðs orði til eflingar og framgangs.
Bið eg og býð þeim, sem kirkjuna halda, að geyma og forvara hana vel og bera hana
ekki úr kirkjunni og ei ljá hana í burtu, nema þeir svari spjöllum, ef 'verða.
Anno 1588 þann sjöunda dag jóla. G. Th. með eigin hendi.“
Var þessara fyrirmæla gætt fram yfir síðustu aldamót, en þá bar prestur staðarins
biblíuna niður í veitingahúsið á Oddeyri, og var hún þar til fals hverjum sem hafa
vildi. Fóru svo leikar, að ensk kona varð til að kaupa hana fyrir álitlega, en sízt of
háa, upphæð. Er þetta spurðist, mæltist það illa fyrir, og er hinn nýi eigandi frétti,
hvernig í öllu lá, þótti henni þetta slík óhæfa, að hún bauðst til að afhenda bókina
aftur gegn því, að sér væri endurgreitt andvirðið. Fyrir bragðið flutti þáverandi þing-
maður Reykvíkinga, Jón þjóðskjalavörður Þorkelsson, þingsályktunartillögu um það
á Alþingi 1909, að stjórnin hlutaðist til um, að biblían yrði endurkeypt; mælti hann
fyrir tillögunni meðal annars á þessa leið: „Biblían var að öllu hin sæmilegasta og
bundin af list og prýði. Þessi menjagripur hafði um langan aldur legið á altari kirkj-
unnar á Ilálsi og bundin við það með járnfesti.“31 Biblían kom þó ekki aftur fyrr
en í lok fyrri heimsófriðar, og hún hefur af einhverjum undarlegum ástæðum lent í
Forngripasafninu. En hvað um það, ef þessi frásögn er rétt, er ég veit ekki með vissu,
þó ég sæi biblíuna á Hálsi 1901, — mig rekur ekki minni til, að hún væri hlekkjuð,
sem þó ekki þarf að segja mikið, því ég var á þrettánda ári — þá ætti af því með
nokkrum líkindum að mega álykta, að hér hafi verið um fornan sið að ræða, er
hafi þekkzt hér fyrir siðabyltinguna. Bandið á bókinni sýnir það ekki beinlínis, að
hún hafi verið hlekkjuð, en hins vegar eru á því skemmdir, sem vel geta stafað af því,
að svo hafi verið. Sjálfur hef ég í bókasafni gamals skóla í allstórum bæ, Bolton á
Norðvestur-Englandi, séð bækur blekkjaðar við púlt með þessum hætti.
Að því er að bókböndum lýtur, hefur því þegar verið lýst, hvernig kvaternarnir voru
saumaðir ú strengi, en strengirnir í spjöld. Kjölurinn var að jafnaði ber, svo að sást inn í
strengina, en stundum var hann þó hulinn skinni eða einhverju öðru. Spjöldin voru alla-
jafna úr tré. Þunnar bækur — kver — voru oftast heftar saman með þræði spjaldalaust,
eða þá að skinnræma var þrædd á kjölinn. Með þeim hætti eru allmörg handrit í Lands-
bókasafni, þó að frá síðari öldum sé. Stærri bækur voru og oft saumaðar í skinn tré-
spjaldalaust. Nefndar eru nokkrar venjulegar bandategundir: léreftsbönd32 og skinn-
bönd33 ýmist úr sauðskinni, nautsskinni34 eða selsskinni35. Skinnböndin voru ýmist
ólituð. hvít3G, svört37 eða rauð.38 Bækur þessar voru oft með múlmbúningi á horn-
um og spjöldum, að minnsta kosti öðru, og spjöldin voru allajafna skinndregin, en til
var þó, að tréspjöldin væru ber.39 Dýrustu bönd voru með spjöldum úr máhni —
silfri40 eða smeltum kopar41 — eða úr tönn,42 en venjulegast voru það að eins svo
kallaðir textar (guðspjalla- og pistlabækur), sem voru með þeim dýrindum. Naumast
munu nú vera margar íslenzkar bækur til í bandi svo gamlar, nema t. d. AM 225, fol.,
skinnhandrit af Stjórn o. fl. frá 15. öld, sem er í útskornum tréspjöldum, en fram yfir
1888 var máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar (,,Rauðskinna“) enn í hinu upp-