Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 74

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 74
74 GUÐBRANDUR JONSSON falla undir þá grein, sem hér er sérstaklega um fjallað, en af þiggjandanum og jafnvel gefandanum er líklegt, að svo sé ekki, og að um tíðabækur sé hér að ræða. Sama ár, eða svo til, gaf Guðmundur nokkur Arason — naumast Guðmundur ríki — kirkjunni á Stað í Grunnavík 6 bækur í testamentum móður sinnar,81 og gildir sarna um þær og Staðarhrauns-bækurnar. 1401 ánafnar Margrét Þorvaldsdóttir kirkjunni á Núpi í Núpsdal 1 saltara í legkaup sitt.82 Árið 1403 ánafnar Halldór officialis Loftsson Þingeyraklaustri Compendium theologiæ, dexteram et sinistram partem (sennilega Summa theologiæ eftir heilagan Tómas frá Aquino) og Munkaþverárklaustri Summa vitiorum (líklega annar partunnn af Tractatus de vitiis et virtutibus eftir heilagaii Tómas), Huguicio (latneskt orðasafn, De vitricationibus muneralium vocabulorum eftir Ugution I og Britto (latnesk orðabók: Dictionarius Brittonum continens tria idiomata Ijrittannicum, gallicum et latinum; til í AM. 203, 8vo), þá gefur hann Saur- bæjarkirkju í Eyjafirði „svo mikið í tíðabókum velfærum, sem kirkjan hefur eigi áður“ og kirkjunni í Hlíð (Lögmannshlíð) ,.það sem hana brestur á tólf mánaða tíð- ir“.83 Arið 1478 ánafnar Magnús prestur Eyjólfsson á Möðruvöllum í Eyjafirði kirkj- unni þar orðubók sína,84 og er það helgisiðabók. Árið 1500 ánafnar Sigurður Jóns- son beigaldi, prestur í Hítardal og officialis, ríkur maður, Hítardalskirkju Huguicio „svo framt sem ég skipa hana ekki neinum mínum nærskyldum frænda, þeim sem hún er nyttug“, og Sveini nokkrum Oddssyni, er inun hafa verið klerkur, þó ekki væri hann prestur „tvær bækur, sumarbrefer og veturbrefer“.85 Árið 1528 átiafnar Rafn lög- rnaður Brandsson, ríkur maður, ísleifi syni sínum lögbók sína80 og 1531 ánafnar fnga Jónsdóttir, kona Teits lögmanns Þorleifssonar kirkjunni í Hvammi í Hvamms- sveit Maríu sögu og Guðmundar sögu.87 Öllum er þessum bókutn á einn veg varið, að þær benda ekki til bókasöfnunar hjá geföndum. Að vísu á síra Halldór Loftsson 4 bæk- ur, sem ekki eru helgisiðabækur, en hins vegar voru þær hverjum góðum presti nauðsynleg rit. Það er nokkuð af sama toga spunnið, að Rafn lögmaður á Jónsbók. því að hún var honum nauðsynleg vegna starfs hans. Hins vegar eru Maríu saga og Guðtnundar saga ekki bækur, sem geta hafa verið Ingu Jónsdóttur nauðsynlegar. Þó að sennilegt megi telja, að erfðaskrárnar nái lil alls þess, er arfleifandi átti verðmætt, er það þó ekki með öllu víst, en liitt mun áreiðanlegt, að ekki hefur getað dregizt svo mikið undan, að það breyti myndinni að neinu. Má þykja nokkuð öruggt, að bóka- söfn í einstakra manna eigu hér á landi hafi verið harla fá og harla smá fyrir siða- byltinguna. Messubók sú, er Jón Þorláksson á Hóli gerði fyrir Bjarna jungherra ívars- son breytir hér um engu, því að hún rann þegar til Munkaþverárklausturs, og sama er að segja um bókina Kolumbum — sem líklega hefur verið poenitentiale —, er Snorri Andrésson í Bjarnarhöfn, sem áður hefur verið nefndur, seldi Helgafellsklaustri með öðru í próventu sína um 1377.8 8 Svo senr drepið var á mynduðust bókasöfn sérstaklega við kirkjur, en fyrst og fremst þó í klaustrum og á biskupsstólum, sér í lagi þó í klaustrum, þar sem regla heilags Benedikts, er þau fóru flestöll eftir, jafnvel þótt þau væru ekki af Benediktslifnaði, lagði þeim á herðar að eiga bókasöfn og munkunum að lesa ritin þar mjög vandlega.89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.