Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 74
74
GUÐBRANDUR JONSSON
falla undir þá grein, sem hér er sérstaklega um fjallað, en af þiggjandanum og jafnvel
gefandanum er líklegt, að svo sé ekki, og að um tíðabækur sé hér að ræða. Sama ár,
eða svo til, gaf Guðmundur nokkur Arason — naumast Guðmundur ríki — kirkjunni
á Stað í Grunnavík 6 bækur í testamentum móður sinnar,81 og gildir sarna um þær
og Staðarhrauns-bækurnar. 1401 ánafnar Margrét Þorvaldsdóttir kirkjunni á Núpi
í Núpsdal 1 saltara í legkaup sitt.82 Árið 1403 ánafnar Halldór officialis Loftsson
Þingeyraklaustri Compendium theologiæ, dexteram et sinistram partem (sennilega
Summa theologiæ eftir heilagan Tómas frá Aquino) og Munkaþverárklaustri Summa
vitiorum (líklega annar partunnn af Tractatus de vitiis et virtutibus eftir heilagaii
Tómas), Huguicio (latneskt orðasafn, De vitricationibus muneralium vocabulorum
eftir Ugution I og Britto (latnesk orðabók: Dictionarius Brittonum continens tria
idiomata Ijrittannicum, gallicum et latinum; til í AM. 203, 8vo), þá gefur hann Saur-
bæjarkirkju í Eyjafirði „svo mikið í tíðabókum velfærum, sem kirkjan hefur eigi
áður“ og kirkjunni í Hlíð (Lögmannshlíð) ,.það sem hana brestur á tólf mánaða tíð-
ir“.83 Arið 1478 ánafnar Magnús prestur Eyjólfsson á Möðruvöllum í Eyjafirði kirkj-
unni þar orðubók sína,84 og er það helgisiðabók. Árið 1500 ánafnar Sigurður Jóns-
son beigaldi, prestur í Hítardal og officialis, ríkur maður, Hítardalskirkju Huguicio
„svo framt sem ég skipa hana ekki neinum mínum nærskyldum frænda, þeim sem hún
er nyttug“, og Sveini nokkrum Oddssyni, er inun hafa verið klerkur, þó ekki væri hann
prestur „tvær bækur, sumarbrefer og veturbrefer“.85 Árið 1528 átiafnar Rafn lög-
rnaður Brandsson, ríkur maður, ísleifi syni sínum lögbók sína80 og 1531 ánafnar
fnga Jónsdóttir, kona Teits lögmanns Þorleifssonar kirkjunni í Hvammi í Hvamms-
sveit Maríu sögu og Guðmundar sögu.87 Öllum er þessum bókutn á einn veg varið, að
þær benda ekki til bókasöfnunar hjá geföndum. Að vísu á síra Halldór Loftsson 4 bæk-
ur, sem ekki eru helgisiðabækur, en hins vegar voru þær hverjum góðum presti
nauðsynleg rit. Það er nokkuð af sama toga spunnið, að Rafn lögmaður á Jónsbók.
því að hún var honum nauðsynleg vegna starfs hans. Hins vegar eru Maríu saga og
Guðtnundar saga ekki bækur, sem geta hafa verið Ingu Jónsdóttur nauðsynlegar. Þó
að sennilegt megi telja, að erfðaskrárnar nái lil alls þess, er arfleifandi átti verðmætt,
er það þó ekki með öllu víst, en liitt mun áreiðanlegt, að ekki hefur getað dregizt svo
mikið undan, að það breyti myndinni að neinu. Má þykja nokkuð öruggt, að bóka-
söfn í einstakra manna eigu hér á landi hafi verið harla fá og harla smá fyrir siða-
byltinguna. Messubók sú, er Jón Þorláksson á Hóli gerði fyrir Bjarna jungherra ívars-
son breytir hér um engu, því að hún rann þegar til Munkaþverárklausturs, og sama er
að segja um bókina Kolumbum — sem líklega hefur verið poenitentiale —, er Snorri
Andrésson í Bjarnarhöfn, sem áður hefur verið nefndur, seldi Helgafellsklaustri með
öðru í próventu sína um 1377.8 8
Svo senr drepið var á mynduðust bókasöfn sérstaklega við kirkjur, en fyrst og fremst
þó í klaustrum og á biskupsstólum, sér í lagi þó í klaustrum, þar sem regla heilags
Benedikts, er þau fóru flestöll eftir, jafnvel þótt þau væru ekki af Benediktslifnaði,
lagði þeim á herðar að eiga bókasöfn og munkunum að lesa ritin þar mjög vandlega.89