Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 76
76
GUtíBRANDUR JÓNSSON
Helga- Möðru- Möðru- Munka- Reyni- Þing-
Vellir Viðey fell vellir vellir þverá staður eyrar Hólar Hólar Hólar Hólar
1318 1397 1397 1461 1525 1525 1525 1525 1374 1396 1525 1550
I. Helgisiðabækur 18 4 25 79 73 66 26 32 8 56 105 112
II. Lögfræðirit III. Heilög ritning, 2 4 1 13 6 '
guðfræði- og uppbyggingarrit 15 37 22 1 1 1 12 29 5
IV. Kennslubækur 8 3 6 6 3
V. Norræn rit 3 9 35 19 15 12 10 17 20
VI. Onafngreind rit 65 c. 110 2 3 130 166
101 60 c.170 127 76 82 39 46 8 234 332 120
Um töflu þessa er það athugandi, að yfirleitt er óvíst, að heimildirnar í hvert sinn
séu tæmandi um bókaeignina, t. d. virðist hin lága helgisiðabókatala í Viðeyjarklaustri
benda til, að sá liður í bókaskrá klaustursins hljóti að vera ófullkominn. Þá er dálkur
Möðruvallaklausturs 1461 ófullkominn að því leyti, að máldaginn segir, að klaustrið
hafi auk þess átt „margar skrár aðrar mjög gamlar“; þar eð tala þeirra er ekki
greind, varð þeim ekki komið fyrir í töflunni, en eftir þessu er víst, að bókaeign klaust-
ursins þetta ár hefur verið mun hærri en taflan sýnir. Þá er það og grunsamlegt, að
bókaeign klaustursins skuli á 64 árum, frá 1461—1525, hafa rýrnað um 51 bindi eða
liðuga og verður því að ætla, að bókatalan 1525 sé ekki tæmandi. I heild sinni
virðist ástæða til að halda, að þetta eigi við máldaga allra klaustranna frá 1525. Þá
nær það vitanlega engri átt, að Hóladómkirkja hafi ekki átt nema einar 8 helgisiða-
bækur og engar hækur aðrar 1374. Þá er og tala Hólabókanna 1550 grunsamleg, því
að miðað við töluna 1525 hefði bókaeignin á 25 árum átt að hafa rýrnað um 212 hindi
eða tæpa % bókaeignarinnar fyrra árið. Af þessu virðist í heild sinni mega álykta,
eins og gert hefur verið, að mjög vafasamt sé að nokkurt bókatalanna sé tæmandi,
og þá jafnframt, að tölur töflunnar sýni aðeins lágmark bókaeignar þeirra stofnana,
sem hún nær til.
Taflan gefur og tilefni til annarra hugleiðinga. Fyrst og fremst virðist hin lága tala
bóka á Reynistað, nema hún sé mjög miklu lægri en rétt er, sýna að bókaeign nunnu-
klaustra hafi verið mun minni en bókaeign munkaklaustra. Svo sem kunnugt er fauk
Hóladómkirkja 1394, og segir Gottskálksannáll, að engu hafi orðið undan bjargað,
nema líkneskjum og helgum dómum,104 en þar eð bókaeignin 2 árum síðar er orðin
234 hindi getur ekki hjá því farið, að megninu af bókum kirkjunnar hafi verið
bjargað úr kirkjubrotinu. Þá er loks athugandi, að í máldögum Hóla frá 1525 og
1550 geta komið fyrir prentaðar bækur erlendar, enda þótt máldagarnir greini ekki
frá því. Hér áður hefur verið á það bent, að Hólastóll virðist 1525 hafa átt bæði
Missale og Breviarium Nidrosiense, prentuð 1519, án þess að getið sé um, að þar
sé um prentaðar bækur að ræða, og þá er sízt fyrir að synja, að þær kunni að hafa
verið fleiri, en það er eins og menn hafi í þá daga ekki gert neinn mun á því, hvort
hók var prentuð eða skrifuð.