Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 80
30
HALLBJÖRN HALLDÓRSSON
myndir af bókstöfum úr leturtegund þeirri, er þá tíðkaðist á handritum bókritaranna,
munkaletri eða gotneskaletri, settletursgerð, er hafði að baki sér margra alda þróunar-
sögu. Letur Grikkja, gríska hástafaletrið, fékk í meðferð Rómverja og notkun á latn-
eskt mál sérkennilegan svip og varð að lokurn að sérstakri leturtegund, sem kölluð
hefir verið rómverska hástafaletrið (kapitale, majuskel)1. Það var tveggja strika letur,
þ. e. a. s. myndað af dráttum, er dregnir voru milli tveggja láréttra, hliðlægra strika,
tíðum að eins hugsaðra. Sér énn svip þessa leturs i hástöfum (upphafsstöfum) latínu-
leturs. Þetta letur var nokkuð stirðlegt að yfirbragði, enda breyttist það smám sam-
an allmjög fyrir áhrif af skrifföngum, skriffærum og skriftökuefnum, aðallega í þá
átt, að drættir urðu sveigðari, og varð úr gerð sú, er kölluð er forstafaletur (unziale),
því að það var um hríð haft á forstöfum, er dregnir voru í upphöf fyrir framan nokkr-
ar línur (þar af nafnið, sem þýðir „tólfti hluti [úr feti]“: þumlungsstórt). Með tím-
anum breyttist það aftur á þann hátt, að einhverjir aðaldrættir í sumum stöfunum
fengu upplengingu upp fyrir efra strikið, svo að hinir stafirnir urðu lægri. Dregur
nafn af þeinr næsta leturgerð, þar sem ýmsir aðaldrættir slafanna fengu niðurlengingu
niður fyrir neðra strikið, og kallast lágstafaletur (minuskel). Hitt var talið háljgild-
ingshástafaletur (halbunziale). Var letrið nú orðið fjögurra strika letur með lágstöf-
unum milli miðstrikanna og upplengingum aðaldrátta að hinu efsta og niðurlenging-
um að hinu neðsta. Var þá farið að hafa hástafina í upphafi orða og málsgreina til
sundurgerðar, dregna milli efsta og næstneðsta striks, og kalla þá upphafsstafi (versa-
lien), sér í lagi í kvæðum (þar af erlenda nafniðl.
Á tímum þeim, sem kenndir eru við Karl mikla, klofnaði letur þetta í tvær letur-
tegundir, munkaletur eða svo kallað gotneskaletur (gotisch) annars vegar og forn-
menntaletur (humanistisch) hins vegar. Var munkaletrið einkum notað til þjóðlegra
fræða og kirkjulegra, en hitt í þjónustu fornmenntanna. Smám saman urðu þau ráð-
andi hvort á sínu svæði Norðurálfunnar, munkaletrið hið nyrðra, með germönskum
þjóðum , og fornmenntaletrið, sem síðar var kallað fornaletur (antiqua), af því að það
varðveitti rómverska hástafaletrið í upphafsstöfunum, hið syðra, með rómönskum
þjóðum. Það breyttist lítið fram til loka átjándu aldar að öðru en því, að Aldus
PlUS ManuTIUS, prentari í Feneyjum, bjó til halla gerð af því, skáletur (kursiv, sem
eiginlega þýðir ,,hlaupandi“, því að gerðin hefir mótazt af auknum hraða í ritun),
að sögn eftir rithönd skáldsins Petrarca, en kring um aldamótin 1800 komu upp
á Frakklandi og Ítalíu nýjar fornaletursgerðir, og var þá farið að kalla eldri gerðina
miðaldaletur (mediæval). Frægust miðaldaletur eru fornaletur Nikulásar Jenssonar,
prentara í Feneyjum á síðari hluta fimmtándu aldar, og skáletur Aldusar auk hástafa-
leturs hans með lágstafahæð, er kalla mætti hásteflinga (kapitalchen) og hann hafði
til upphafsstafa í ljóðlínum með skáletrinu.
Nú er að segja frá hinni leturtegundinni, munkaletrinu eða gotneskaletrinu, en það
1) Vegna þeirra, sem óvanir eru því, að rætt sé um þessa hluti með íslenzkum orðum, eru er-
lendu orSin, sem tíSkuS eru í fræSibókum á meginlandinu, einkum þýzkum, sett aftan viS íslenzku
orSin í svigum, þar sem þurfa þvkir, þótt þaS sé annars óvandi.