Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 106
106
JAKOB BENEDIKTSSON
(síðar prestur á Myrká, 'f 1647) þýddi 22.—32. kap. úr henni, og er sú þýðing til í
uppskrift Stephaniusar í DG: 12—16 (sjá Sögur Danakonunga. 1919—25, bls. XXV—
XXVI). Þessi kafli nægði vitanlega ekki til þess að Stephanius gæti gert fullkominn
samanburð á sögunni og Saxo, og má vera að það hafi átt sinn þátt í því að hann
notaði hana ekki í skýringum sínum. í bréfi til Worms 1640 (Bibl. Arnam. VII 349)
biður hann um samanburð á Knytlinga sögu og Saxo, en Worm svarar því til að
hann hafi hvorki tíma né tækifæri til þess að svo komnu. Vafalaust hefur Worm feng-
ið Einar Magnússon til að þýða söguna (samkvæmt uppskrift Stephaniusar er þýð-
ingin gerð 16401, en hvers vegna þýðingin hefur ekki komizt lengra er ókunnugt.
Nokkru síðar segir Worm (1641: Bibl. Arnam. VII 357) að Knytlinga saga eigi skilið
að komast mestöll inn í skýringar Stephaniusar, og óskar þess að einhver vildi þýða
hana. Ári síðar (1642) minnist Worm enn á söguna og hvetur Stephanius til að taka
tillit lil hennar (Bibl. Arnam. VII 359). En Stephanius hefur aldrei svarað þessum
tilmælum bréflega, og í NU er aldrei á Knytlinga sögu ininnzt, nema í upptalningu
íslenzkra rita (NU bls. 16), sem mun vera tekin að mestu eftir orðahók Magnúsar
Olafssonar, svo og í tilvitnun úr orðabók Magnúsar á bls. 220.
Árið 1642 sendi Sveinn jónsson, síðar prestur á Barði, Worm uppskrifl af gátum
Gestumhlinda (Bibl. Arnam. VII 251). Stephanius hefur látið skrifa þær upp, því að
hann minnist á þær í NU bls. 125 og segist eiga þær í handriti, en ekki er sú upp-
skrifl lengur til svo kunnugt sé.
Samband Stephaniusar við þá menn sem nú hafa verið taldir var allt um hendur
Worms. Eini íslenzki fræðimaðurinn sem Stephanius hafði nokkur bein kynni af var
Brynjólfur biskup Sveinsson. Ekki er nú vitað hvenær fundum þeirra har fyrst sam-
an, en kynni hafa vafalaust tekizt með þeim þegar Brynjólfur var kennari við latínu-
skólann í Hróarskeldu (1632—38). Þegar Brynjólfur var í utanför sinni til að taka
vígslu. veturinn 1638—39, heimsótti hann Stephanius í Sórey í apríl 1639 (Biskupa-
sögur J. H. I 239, II 349). I þeirri heimsókn hefur hann efalaust gefið Stephaniusi
Uppsalahók Snorra-Eddu (DG: 11), því að í maí sama ár spyr Stephanius um álit
Worms á Edduhandritinu, og er sýnilega búinn að senda Worm það (Bibl. Arnam. VII
347—48). Eftir að Brynjólfur hiskup kom heim til íslands hafa þeir skrifazt á, en
öll eru þau hréf glötuð. Frá Brynjólfi fékk Stephanius þessi handrit, auk Uppsala-
Eddu, að því er séð verður: Grettis sögu (DG: 10); uppskrift af Resens-annál (glöt-
uð, en uppskrift Stephaniusar og íslenzks skrifara er í DG: 25—29); Jónsbók m. m.
(DG: 9); uppskrift af Sæmundar-Eddu (glötuð); sjá Bibl. Arnam. VII 350, 357, 358,
363. Auk þess sendi Brynjólfur honum 1641 athugasemdir og skýringar við tvær
fyrstu bækurnar af Saxo (Bibl. Arnam. VII 358). Síðar hefur hann þó sent meira, því
að Stephanius vitnar í skýringar Brynjólfs í NU allt til loka fimintu bókar, en upp frá
því er Brynjólfs ekki getið.
II
Heimildir þær af íslenzkum uppruna sem Stephanius hefur notað í NU eru þrenns
konar: 1) prentuð rit, 2) íslenzk handrit forn eða uppskriftir þeirra, og 3) óprentuð