Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 126
126
JÓN HELGASON
málum hefur biskup ekki lagt stund á önnur en hebresku, hefur bæði átt kennslu-
bækur í þeirri tungu (III 51, 53, 108) og texta (II 33, III 116). Að sögn Torfa Jóns-
sonar las hann um eitt skeið „rudimenta sanctæ lingvæ Eberinæ“ fyrir nemendum
í Skálholtsskóla (Biskupasögur J. Halld. II 352).
A engu sviði hefur biskup verið svo birgur að bókum sem í heimspeki; þar hefur
hann átt gott safn allt frá spekingum fornaldar fram undir sína daga. Það er kunnugt
að hann var hneigður fyrir þessa fræðigrein allt frá skólaárum sínum, er hann las
og lærði upp á eigin spýtur „logicam Crelli“ (sú bók er ekki í skránni; er það Isagoge
logica eftir Fortunatus Crell, sem prentuð var 1605 að sögn Adelungs?). Torfi Jóns-
son segir að þessi lestur hafi verið „upphaf hans og inngangur til cognationem
philosophiæ peripateticæ“ (þ. e. heimspeki af skóla Aristótelesar, Biskupasögur J.
Halld. II 337). En síðar kynntis't Brynjólfur heimspeki Ramusar og hallaðist að
henni; á fyrstu biskupsárum sínum (1640 og síðar) skýrði hann hana fyrir skóla-
piltum í Skálholti þrisvar í viku, og eru þeir fyrirlestrar ennþá til, að nokkuru leyti
með hendi biskups sjálfs (AM 814, 4to, sbr. Biskupasögur J. Halld. II 352). í bóka-
safni biskups hafa bæði verið rit eftir fylgismenn Ramusar (Beurhusius, Freige,
Talæus) og áhangendur hins gamla skóla (t. d. Schegk).
Að sjálfsögðu hefur biskup átt guðfræðibækur, einkum eftir guðfræðinga mót-
mælenda, og þó ekki vonum fleiri. Hann dregur heldur engar dulur á það sjálfur að
hugur hans hafði fremur hneigzt að öðrum vísindum (sjá afsökunarbréfið til kanslar-
ans 1639, Biskupasögur J. Halld. I 231, sbr. Hist. eccl. Isl. III 607 nm.). Ein er sú
guðfræðibók sem nokkuð kemur við sögu biskups og ekki er að finna í skránni. Það
er catechismus Camerarii (fræði Lúthers sem Joachim Camerarius hafði snúið í
grísk ljóðmæli), sú bók sem Brynjólfur á að hafa verið með í höndunum er hann
hitti gríska kennimanninn í Kaupmannahöfn (Biskupasögur J. Halld. II 341).
Aðrar fræðigreinir sem biskup hefur átt bækur í eru sagnfræði (t. d. Bodin, Funck,
Sleidan), landafræði (Mercator, Apianus, Belon, Benzo), stjörnufræði (Blebel,
Metius, Peucer, Purbach o. fl.), stærðfræði (Lange, Longomontanus, Rarnus o. fl.)
og læknisfræði (auk fornra höfunda t. d. Bacchanellus, Dresser, Severinus, Vesalius).
Þess má geta í sambandi við læknisfræðina að til er ritkorn eftir biskup unr með-
göngutíma kvenna, og er þar vitnað í ummæli hinna fróðustu höfunda um þetta efni;
í þeirri gerð sem prentuð er í Alþingisbókum VI 293—96 eru lilvísanirnar sex, en
fleiri í sumum handritum þar sem ritlingurinn er sérstakur (sbr. líka Hist. eccl. Isl.
III 624). En ekki skal farið frekara út í það mál hér, enda ekki víst að biskup hafi
sjálfur átt öll þau rit sem hann skírskotar til.
Skáldrit eftir síðari alda menn eru víst engin í skránni nema Argenis eftir Barclay
og Zodiacus vitæ eftir Palingenius.
Höfundar frá síðari tímum sem biskup hefur átt bækur eftir hafa, að því er virðist,
einna flestir verið þýzkir, en margir einnig franskir, enn fremur ítalskir. enskir og af
enn fleiri þjóðum. Af víðfrægum nöfnum má nefna t. d. Boccaccio (raunar ekki
Decameron!), Giordano Bruno. Comenius, Vesalius (grundvallanda líffærafræðinnar).