Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 126

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 126
126 JÓN HELGASON málum hefur biskup ekki lagt stund á önnur en hebresku, hefur bæði átt kennslu- bækur í þeirri tungu (III 51, 53, 108) og texta (II 33, III 116). Að sögn Torfa Jóns- sonar las hann um eitt skeið „rudimenta sanctæ lingvæ Eberinæ“ fyrir nemendum í Skálholtsskóla (Biskupasögur J. Halld. II 352). A engu sviði hefur biskup verið svo birgur að bókum sem í heimspeki; þar hefur hann átt gott safn allt frá spekingum fornaldar fram undir sína daga. Það er kunnugt að hann var hneigður fyrir þessa fræðigrein allt frá skólaárum sínum, er hann las og lærði upp á eigin spýtur „logicam Crelli“ (sú bók er ekki í skránni; er það Isagoge logica eftir Fortunatus Crell, sem prentuð var 1605 að sögn Adelungs?). Torfi Jóns- son segir að þessi lestur hafi verið „upphaf hans og inngangur til cognationem philosophiæ peripateticæ“ (þ. e. heimspeki af skóla Aristótelesar, Biskupasögur J. Halld. II 337). En síðar kynntis't Brynjólfur heimspeki Ramusar og hallaðist að henni; á fyrstu biskupsárum sínum (1640 og síðar) skýrði hann hana fyrir skóla- piltum í Skálholti þrisvar í viku, og eru þeir fyrirlestrar ennþá til, að nokkuru leyti með hendi biskups sjálfs (AM 814, 4to, sbr. Biskupasögur J. Halld. II 352). í bóka- safni biskups hafa bæði verið rit eftir fylgismenn Ramusar (Beurhusius, Freige, Talæus) og áhangendur hins gamla skóla (t. d. Schegk). Að sjálfsögðu hefur biskup átt guðfræðibækur, einkum eftir guðfræðinga mót- mælenda, og þó ekki vonum fleiri. Hann dregur heldur engar dulur á það sjálfur að hugur hans hafði fremur hneigzt að öðrum vísindum (sjá afsökunarbréfið til kanslar- ans 1639, Biskupasögur J. Halld. I 231, sbr. Hist. eccl. Isl. III 607 nm.). Ein er sú guðfræðibók sem nokkuð kemur við sögu biskups og ekki er að finna í skránni. Það er catechismus Camerarii (fræði Lúthers sem Joachim Camerarius hafði snúið í grísk ljóðmæli), sú bók sem Brynjólfur á að hafa verið með í höndunum er hann hitti gríska kennimanninn í Kaupmannahöfn (Biskupasögur J. Halld. II 341). Aðrar fræðigreinir sem biskup hefur átt bækur í eru sagnfræði (t. d. Bodin, Funck, Sleidan), landafræði (Mercator, Apianus, Belon, Benzo), stjörnufræði (Blebel, Metius, Peucer, Purbach o. fl.), stærðfræði (Lange, Longomontanus, Rarnus o. fl.) og læknisfræði (auk fornra höfunda t. d. Bacchanellus, Dresser, Severinus, Vesalius). Þess má geta í sambandi við læknisfræðina að til er ritkorn eftir biskup unr með- göngutíma kvenna, og er þar vitnað í ummæli hinna fróðustu höfunda um þetta efni; í þeirri gerð sem prentuð er í Alþingisbókum VI 293—96 eru lilvísanirnar sex, en fleiri í sumum handritum þar sem ritlingurinn er sérstakur (sbr. líka Hist. eccl. Isl. III 624). En ekki skal farið frekara út í það mál hér, enda ekki víst að biskup hafi sjálfur átt öll þau rit sem hann skírskotar til. Skáldrit eftir síðari alda menn eru víst engin í skránni nema Argenis eftir Barclay og Zodiacus vitæ eftir Palingenius. Höfundar frá síðari tímum sem biskup hefur átt bækur eftir hafa, að því er virðist, einna flestir verið þýzkir, en margir einnig franskir, enn fremur ítalskir. enskir og af enn fleiri þjóðum. Af víðfrægum nöfnum má nefna t. d. Boccaccio (raunar ekki Decameron!), Giordano Bruno. Comenius, Vesalius (grundvallanda líffærafræðinnar).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.