Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 127
BOKASAFN BHYNJOLFS BISKUPS
127
Sá sem lítur yfir dánarár höfundanna mun fljótl ganga úr skugga um að flestir hafa
verið fallnir frá um það leyti sem Brynjólfur fluttist til Islands alfarinn. Eftir jafn-
aldra hans er fátt. Safninu hefur ekki verið haldið við.
4
Stofn bókasafns síns hefur Brynjólfur hiskup að sjálfsögðu átt er hann tók við
embætti sínu 1639. Um bókakaup hans eftir þann tíma mætti eflaust fá marga
vitneskju ef hréfabækur hans væru allar til. En svo er ekki. Þær bréfabækur sem
varðveitzt hafa hefjast ekki fyrr en sumarið 1652, og eintiig eftir þann tíma eru þær
gloppóttar heimildir, bæði af því að týnzt hefur innan úr þeitn og af því að þess
hefur ekki einlægt verið gætt að skrá þar öll bréf biskups. Glatað er einnig sérstakl
kver nteð latínubréfum biskups sem Árni Magnússon hafði spurnir af (Arne Magnus-
sons private brevveksling 587, 598, 611).
Frá sumrinu 1648 er til bréf frá biskupi til Ole Worms, þar sent hann nefnir ýntsar
bækur er sig vanhagi um (Bibliotheca Arnamagnæana VII 108). Worm svarar árið eftir
að fáar þeirra séu á boðstólum, en sendir skrá og verð þeirra bóka er bóksalar hafi (sama
rit 114). Af þeim bókum er biskup hafði tilnefnt eru sumar taldar í skránni 1674
(Proclus sltr. I 35, Plotini Enneades sbr.'I 40, Jamblichus de mysteriis sbr. IV 7, Sim-
plicii commentaria sbr. 116, Pierii Hieroglypbica sbr. I, 24—25, Lactantius sbr. IV 25),
og hefur biskup þá eignazt þær eftir 1648.
Hér skal fyrst rakið það sem fundið verður unt bókagjafir lærðra manna erlendis
til Brynjólfs biskups. Líklegt er að meira hafi verið um slíkar sendingar á fyrstu
biskupsárunum en síðar varð. Það dylst ekki að þegar hinar varðveittu bréfabækur
hefjast, er kunningjahópur biskups í Danmörku tekinn að þynnast.
Ole Worm sendir biskupi rit 1651, þar á meðal rúnaverk sitt, Antiqvitates Danicæ,
sem þá var nýútkomið (Biblioth. Arnam. VII 123). Sbr. I 46 í skránni 1674.
Sumarið 1654 þakkar biskup Absaloni Christoffersen Beyer fyrir sendingu á bók
„de originibus Americanis" (Safn Fræðafélagsins 12, bls. 34). Höfundar er ekki
getið. Bókin er ekki í skránni 1674, nema hún sé hin sama og bók eftir Hier. Benzo
urn fund Vestur-Indía (III 134). Um Absalon ntá, auk þeirra heimilda sem getið er í
Safni Frf., vitna til ævisögu Þormóðs Torfasonar (Thormod Torfesens Levnetsbe-
skrivelse, 17881 eftir Jón Eiríksson bls. 83—86.
Biskup skrifar Thomasi Bang 20. ágúst („xiii. Kal. Septembris“) 1658, AM 272
fol nr. 10. Þakkar senda bók, Coelutn orientis (1657), „nec iam in paludibus Scal-
holtinis, sed latifundiis Palestinis versari mihi videbar“. Hvetur Bang til að birta
„grammaticæ tuæ absolutissimæ alteram editionem". Þakkar enn fretnur ræðu Bangs
við jarðarför kanslarans (þ. e. Christens Thomesens Sehesteds; ræðan var prentuð
1657, sama ár og kanslarinn dó): „Pro missa nunc ])arentali oratione tua in obitu
funereqve magnifici Drii Cancellarii gratias ago habeoqve maximas“. Eftir Thomas
Bang er engin bók í skránni 1674.
Sama dag skrifar biskup Thomasi Bartholin, AM 272 fol nr. 11. Af bréfinu er að