Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 133
BÓKASAFN BRYNJÓLFS BISKUPS
133
bindi önnur (í öðru þeirra voru tvær bækur bundnar saman). Moltke hefur mislíkað
jag og þjark biskups í fyrra; biskup kveður sér ekki hafa verið í hug að styggja hann.
Undrast að hann hefur enga vitneskju fengið hvort Oddur Eyjólfsson hefur greitt
8 rd. í fyrra, eins og fyrir var lagt. Hafi Moltke fengið þá, greini þá biskup á um
3 rd. og 4 sk., er Moltke þykist eiga hjá honum; vill jafna þetta með því að greiða
2 rd. Heldur sjö bókum er Moltke hefur sent og gerir nú engar athugasemdir við
verðið. kosti samtals 9 rd. og 1 mark, vill að visu fá afslátt á markinu, en hefur lagt
fyrir Mads Rasmussen kaupmann í Hafnarfirði að gjalda Moltke þessa 9 rd. og auk
þess 2 til að jafna fyrri reikninga. Endursendir með Nielsi Klemmensen tvær bækur:
Cælum orientis, er biskup kveðst hafa fengið frá höfundi (Thomasi Bang, sjá hér
framar), og bók eftir Salmasius, er Moltke hafi verið búinn að senda áður. Biður
að heilsa Jóhannesi Moltke syni bóksalans.
Sé borið saman við bókaskrána 1674 verður líkt uppi á teningnum sem fyrr. Ein
bók, Capelli observationes in Novum Testamentum, kemur þar aftur (II 51, nefnd
Capelli meditationes . . .). Allar hinar vantar.
Moltke lifði finnn ár enn og ólíklegt að skipti þeirra biskups liafi fallið niður með
öllu þegar hér er komið sögu. En í bréfabókunum eru engin fleiri gögn um þetta efni.
6
Miðbréfið til Moltke bóksala veitir tilefni til athugunar sem nú verður vikið að,
þó að hún varði ekki beinlínis efni þessarar ritgerðar.
Bækur þær sem Moltke hefur sent biskupi þetta sumar og talað er um í bréfinu,
hafa lotið að tveimur deilum, sem önnur var að vísu nokkurra ára gömul, en hin
stóð þá sem hæst í vísindaheiminum.
Deilan um preadamíta hófst á því, að Isaac de la Peyrére reyndi að sanna í bók
sem út kom 1655 að menn hefðu verið til í veröldinni fyrir daga Adams. Það er
eflaust sjálf þessi bók sem Moltke hefur sent biskupi og metið á 3 mörk. Margir urðu
til að hnekkja þessari kenningu, m. a. Philippe le Prieur, er nefndi sig Evsebius
Romanus, og Joh. H. Ursin, svo og Joh. Konr. Dannhauer (Danhaverus). Þessi and-
mælarit hefur Moltke látið fylgja aðalbókinni.
Hin deilan var afstaðin fyrir nokkuru. Hún hófst á því að Villum Lange, þá hálf-
þrítugur maður í utanför um Evrópu, síðar prófessor í stærðfræði í Kaupmannahöfn,
hélt því fram í bók er hann nefndi De annis Christi (1649 ) að Kristur mundi ekki hafa
verið píndur á föstudag eins og almennt hefur verið talið, heldur á fimmtudag. Þessu
andmælti harðlega annar danskur maður og jafnaldri Villums Lange, Hans Wandal,
í bók sem birtist 1651 (sbr. Ehrencron-Múller Forfatterlexikon V 63, VIII 4091.
Fáum árum síðar (1655—56) átti Villum Lange aðra ritdeilu, að þessu sinni við
Marcus Meibom um stærðfræðileg viðfangsefni, sbr. Ehrencron-Muller V 63, 355.
Jón Halldórsson segir frá því, að þegar þeir Villum Lange og Meibom deildu um
það hvort Kristur hefði verið píndur á fimmtudag eða föstudag, skrifuðu báðir
Brynjólfi biskupi, „leitandi hans meiningar og úrlausnar um það, hvors meiningu