Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Side 140
140
JÓN HELGASON
alldeiliz oskemda orifna og ovelkta, hvorjar bækur biskupenn mier afhentte til lánz vegna S. Jons
Dadasonar i Arnarbæle effter banz breflegri osh. Sagde biskupenn sextan dala verd a bokunum
eff mizfærist eda spialladist. Þvi lofadi eg fyrer framan ad vera ad biskupenn sie hier vti skadlps
halldin og fae bækurnar afftur ospialladar i vor seinast eda fyrri ef liann effter kallar eda fulluirdi i
Rxdolum ef annarz verdur. Til uitnis under shrifad nafn Skalholltte ut supra. Arne Halldorsson meh.
Neðan við hefur Teitur Torfason skrifað: „Bókenn er aptur heim kominn“, og jafn-
framt hafa verið dregin strik í greinina alla. Séra Jón Daðason var föðurbróðir Árna
Halldórssonar og hnýsinn í náttúrufræði, þótt ærið væri sérvizkublandið; hann hafði
þá samið Gandreið sína fáum árum áður (Þorv. Thoroddsen Landfræðissaga Islands
II 93 o. áfr. I Þetta rit eftir Jonston er ekki í skránni 1674.
Við bókalán gæti verið átt í bréfi frá umboðsmanni biskups á Austurlandi Bjarna
Einarssyni eldra, skrifuðu hiskupi á Eiðum og Mýrnesi á trinitatis 1675 og sendu með
Þorgrími nokkrum Guðmundssyni. Þar segir m. a.: „Eg reid nu heim snpggvast med
Þorgrime og ætlade ad koma vppa hann þeim bókum sem eg atte ydur ad senda og
þer fyrer sett hpfdud. . . . Þorgrimur afsakar sig med þær bækur ad fara, og hætte eg
þeim ecke med tídrum, og læt eg þær byda ef so kynne ad ske ad eg giæte ydur i haust
funded, huad eg villde ad yrde ef eg liffdi" (AM 281 fol, bl. 184 r-v). Hvergi er ella
minnzt á þessa bókasendingu í bréfum og allt ókunnugt urn hana annað en þetta.
10
Nú hefur verið farið yfir þær heimildir sem til eru um bókaeign Brynjólfs biskups
á latínu og grísku. Það hefur þráfaldlega komið í ljós hve geysierfitt var íslenzkum
manni á einokunaröld að afla sér útlendra bóka, þótt hvorki skyrti fé né vilja. Þó má
ekki meta safn biskups eftir skránni 1674 einvörðungu. Úr mörgum áttum hefur stað-
festing fengizt á því, að sú skrá er næsta ófullkomin; biskup hefur átt margt bóka sem
þar kemur ekki fram.
í því sambandi má nefna tvö verk sem kunnugt er að biskup fekkst við: hann
samdi athugasemdir við Saxo Grammaticus, og hann safnaði íslenzkum orðskviðum
í líkingu við Adagiorum Chiliades Erasmi (sbr. Biskupasögur J. Halld. II 353). En
í skránni 1674 er hvorki talinn Saxi né Chiliades (yfirleitt engin bók eftir Erasmus!)
Auðvitað hefur biskup átt þessar bækur báðar, og eintak hans af Chiliades er ennþá
til: Landsbókasafnið eignaðist það 1925 (sjá Ritaukaskrá þess árs bls. 60), en áður
hafði Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður átt og þar á undan Konráð Gíslason.
Það má nú gera sér í hugarlund að höndum hafi verið svo kastað til skrárinnar
1674 að hún hafi ekki orðið annað en hrafl, eða að hún nái aðeins yfir bækur sem
biskup hafi geymt á einhverjum tilteknum stað. En öllu Iíklegra þykir mér hitt að til-
gangur skrárinnar sé sá, að telja þær bækur sem ætlaðar voru hvítvoðungnum á
Bessastöðum, og að biskup hafi af ásettu ráði tekið ýmsar bækur sínar undan, sem
hann hafi ætlað sér að ráðstafa öðruvísi. Annálar þeir sem til var vitnað í upphafi
þessarar greinar komast líka þannig að orði, að biskup hafi gefið syni Jóhanns
Kleins „mestallan sinn bókastól af grísku og latínu bókum“ (Annálar II 233, 503).