Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 141
BOKASAFN BRYNJOLFS BISKUPS
141
11
Skróin 1674 nær, eins og margtekið hefur verið fram, aðeins yfir bækur á forn-
tungunum, latínu, grísku, örfáar á hebresku. Ein bók íslenzk hefur einhvern veginn
slæðzt þangað inn (M. Moller: Meditationes, III 391, og ein mun hafa verið á frönsku
með latneskri þýðingu („Bellonii observationes cum versione CIusii“, III 79). Þá eru
þar og þrjár orðabækur með þýðingum á þjóðtungur (latnesk-grísk-þýzk I 45, ensk-
latnesk og latnesk-ensk II 53, latnesk-grísk-frönsk III 17 I og Janua lingvarum Comenii
með þýzkum þýðingum (III 132). Þar með virðist allt upptalið.
Um bókaeign Brynjólfs biskups á hinum nýrri tuíigum má allt heita ókunnugt, enda
vitum vér ekki á hverjar þeirra hann var læs. Það má telja sjálfsagt að eins og hann
gerði sér far um að eignast hin beztu handrit íslenzk hafi hann látið sér annt um
fátíðar prentbækur innlendar, og af hendingu kunnum vér að nefna eina: guðspjöllin
fjögur sem Jón biskup Arason hafði látið prenta og lögð voru i kistu hjó Brynjólfi önd-
uðum (Biskupasögur J. Halld. II 377), ósamt Davíðs saltara og nýja testamentinu á
grísku (sbr. IV 20 og 24 í skránni). En annars eru engin gögn um íslenzkar bækur hans.
Um danskar bækur eru heldur engar heimildir að heitið geti:
Biskup skrifar 18. júlí 1669 Hans Nansen yngra og þakkar „ydar virduglega saluga
favdurs likpredicun, hveria eg medtok og vfferlesed hefe ad nockru leite“ (AM 279
fol, bls. 33). Prédikun þessi var eftir Esaias Fleischer, prentuð 1668 (Ehrencron-
Múller Forfatterlexikon III 61).
Markus Jensen „sargiant“ viðurkennir 10. júlí 1670 á skipinu Havfruen að hann
hafi tekið við 2 rd. af Brynjólfi biskupi, er sé „þriggia almannacha verd“ og skuli
greiddir Bagga Vandel (AM 279 fol, bls. 378). Bagge Wandal gaf út almanök í Dan-
mörku á árunum 1653—84 (Ehrencron-MúIIer Forfatterlexikon VIII 405). Síðar sést
að biskup hefur haft almanak prentað handa Norðmönnum: hann vitnar til þess í
bréfi 1. maí 1674 að hann finni „i þvi almanachi, sem effter Noregs hattum er stylad,
ad 5 Maji er ódalstidsdag1 Borgarþing j Túnsbergi j Vpplandi, og lógþing á Skeid-
inni“ (AM 280 fol, bls. 563).
Úr Færeyjalýsingu eftir Lucas Debes prentaðri 1673 er smákafli þýddur ó íslenzku
í bréfabók biskups í marzbyrjun 1675, en að vísu sést ekki hvort biskup átti sjálfur
bókina eða hún hefur verið í Skálholti að láni. Sjá De Libris. Bibliofile Breve til Ejnar
Munksgaard, 1940, bls. 205—8.
Þó að varla sé til bóka teljandi, skal þess getið hér að borið hefur við að pósttíð-
indi úr Kaupmannahöfn (á þýzku?, sbr. Bibliotheca Danica IV 628—9) hafa komizt
allt austur að Skálholti. Biskup skrifar Tómasi fógeta Nikulássyni á Bessastöðum 25.
maí 1665: „Eg medtók nu j fyrra dag herra fogetanz vinsamligt tilskrif med hannz
þienara Þorláki Arvidz syne, medfylgiandi einum postz tidendum þricktum“ (AM 276
fol, bls. 371).
1) Svo, rétt: ódalstirsdag? (óðalstýsdagur hét í Noregi annar þriðjudagur eftir páska, en að vísu
getur páska í síðasta lagi borið upp á 25. apríl).