Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 149

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Blaðsíða 149
FRÖNSK SKÁLDSAGA 149 en sleppir Þorsteinsnafninu —, leitar véfréttar Ýmis (!), norðarlega í Noregi (í Lo- foten), til að spyrjast þar fyrir, hvar hann eigi að leita veganda bróður síns. Véfréttin vísar honum suður á bóginn. Hann fer fyrst til Jómsborgar, þaðan til Miklagarðs og kemst svo í Væringjalið. Fyrir sveit hans er yfirforinginn Angul (o: Þorbjörn öngull); hann er fremur illa þokkaður af undirmönnum sínum. Nú er svo, að Drómundur veit ekki með vissu, hver vegandinn er, en veit það eitt, að hann hefur tekið af bróður sín- um látnum dýrindis sverð, sem er auðþekkt af meðalkaflanum, sem er gerður eins og bjarnarhrammur. Drómundur finnur nú brátt, að það er sjálfur yfirforinginn, sem á þetta sverð; hann nær því af honum og drepur hann með því. Er hann nú tekinn fast- ur ásamt Haraldi nokkrum, öðrum Væringja, sem hefur reynt að verja hann. Þar sem þeir ekki geta greitt svo mikil manngjöld, sem heimtuð eru fyrir foringja sveitarinnar, eru þeir dæmdir til lífláts. Þeir eru bundnir við staura fyrir neðan lystigarð keisara- hallarinnar, og eiga að bíða þar til kvölds; ef enginn verður til að greiða mann- gjöldin fyrir þá, á að lífláta þá báða. Þá er það sem Drómundur fer að syngja. Uppi í lystigarðinum er ein af hirðkonum drottningar, að nafni Evdoxía, sem er mikil vin- kona æðsta foringja útlendu lífvarðasveitanna. Hún er gjálíf í meira lagi. Með henni er ung kona að nafni írene. Hún er kvenna fegurst og mesta ágætis kona. Til þess að bjarga nánustu ættingjum sínum frá eignatjóni hefur hún gengið að eiga ríkan, gaml- an bankamann. Hún ann honum ekki en hann er stoltur af henni. Hún er köld gagnvart öllum karlmönnum, og léttúðuga fólkið í höfuðborginni, ekki sízt tveir gjálífir bræður hennar, perluvinir Evdoxíu, eru steinhlessa á því, að hún hefur enn ekki fengizt til að taka fram hjá manni sínum. Nú er það hún sem verður hrifin af söng Drómundar. Hún fær að vita, hvernig á stendur fyrir þeim félögum, fær ást á Drómundi og kemur því til leiðar, fyrir tilstilli Evdoxíu, að manngjöldin eru greidd samdægurs og þeir Drómundur og Haraldur látnir lausir. Astafundum Irene og Drómundar er svo lýst. Þau hittast stundum í garði, þar sem standa margar steinkistur, og eru í þeim lík lát- inna keisara. Hér hefur höfundinn bersýnilega misminnt, því á þeitn dögum voru þessar steinkistur allflestar inni í Postulakirkjunni, þar sem flestir keisaranna voru grafnir. Er þeirri kirkju var breytt í tyrkneskt musteri, voru þær fluttar þaðan, og standa þær, sem enn eru til af þeim, nú í garðinum fyrir utan St. írenekirkjuna, þar sem nú er varðveitt hergripasafn Tyrkja. En snúum nú aftur að sögunni. Um hrið gengur allt vel fyrir elskendunum, og mað- ur írene, Nikeforos (Sigurður í Grettlu), fær engan pata af þessu. En þó kemst það upp að lokum. Drómundur er í aðra röndina skrælingi; hann þiggur fé af írene og eyðir því í fjárglæfraspil og vín, og að lokum verður hann svo óvarkár að fara með írene í veitingahús, þar sem Væringjar eru fyrir. Hún hefur blæju fyrir andliti, en af því hann vill láta félaga sína sjá, hve ljómandi fallega konu hann hefur fengið fyrir ástmey, dregur hann blæjuna frá andliti hennar. Nú vill svo illa til, að einmitt þetta kvöld kemur Nikeforos, maður Irene, þangað. Að vísu hefur hún þá hulið andlitið aftur, en Nikeforos grunar margt, ekki sízt, þegar Drómundur neitar að láta hana draga aftur blæjuna frá. Nikeforos fer þá til patríarkans, sem er vinur hans, og leitar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.