Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 150
150
SIGFÚS BLÖNDAL
hans ráða. Verður það úr, að það er heimtað af írene, að hún í sjálfri Ægisif sverji
í návist patríarkans, að hún hafi ekki framið skírlífisbrot. En í mótsetningu við Spes
í Grettis sögu vill Irene hér ekki gera það. Le Roux lýsir vel sálarstríði hennar og eins
Drómundar. Evdoxíu finnst Irene vera stórflón. Drómundur, sem í hjarta sínu er
heiðingi, er gramur yfir því, að hún metur boð Hvítakrists meira en ást þeirra. Hann
verður svo æstur, að hann fær Væringja í lið með sér til að skakka leikinn með vopn-
um. Þeir gera árás á kirkjuna og kveikja í henni. Drómundur nær írene, en hann og
sveit hans eru bornir ofurliði, og er hann sér sitt óvænna, leggur hann sverði sínu í
brjóst hennar og ríður svo með líkið inn í bálið. Á því endar sagan.
Sagan er ef til vill skáldlegri svona en í Grettlu, en auðvitað hefði slíkur endir
aldrei getað átt sér stað.
Nöfnin Spes og Sigurður í Grettis sögu eru óhugsandi sem nöfn á grísku fólki.
En eins og F. Braun á sínum tíma réttilega hefur tekið fram,1 er ekkert því til fyrir-
stöðu, að maðurinn hafi verið norrænn maður, búsettur í Miklagarði, máske kaup-
maður. Líka getur verið, að nafnið Sigurður sé þýðing á grísku eða rússnesku nafni með
líkri merkingu, þar sem fyrri hluti nafnsins væri myndaður með gríska orðinu Nike,
sigur, t. d. Nikeforos eða Nikolaos (á rússnesku Nikolaj i. En nafnið Spes (lat. = von)
bendir á, að það sé þýðing, og þá liggur næst að halda, að það sé rússneska kvenmanns-
nafnið Nadezjda, sem líka þýðir von. Hin frægu orð St. Páls um „trú, von og kærleik“
sem aðaldyggðir (I. Kor. 13, 13) hafa orðið til þess, að í sumum þjóðkirkjum eru
þessi nöfn notuð sem kvennanöfn, einkum hjá Rússum (Véra, Nadezjda, Ljúbovj);
aftur á móti munu grísku orðin (pistis, elpis, agape) sjaldan hafa verið notuð sem
kvennanöfn. Á íslenzku er nafnið Karítas (lat. caritas ) alkunnugt. Máske hefur konan
tekið upp latneska nafnið Spes, er hún gekk í klaustur.
Um Spesar þátt yfirleitt má segja, að þó megnið af honum sé farandsaga, eins og
þegar hefur verið tekið fram, er ekki ómögulegt, að í þættinum sé sögulegur kjarni.
Ég gæti bezt trúað því, að Þorsteinn drómundur hafi alls ekki farið suður til Mikla-
garðs til að elta veganda bróður síns, heldur verið kominn þangað löngu áður, en svo
frétt vígið, og drepið Þorbjörn öngul. Þorsteinn hefur svo verið í ástamálum við
ríka rússneska konu að nafni Nadezjda eða gríska konu með nafninu Elpís (nýgr.
Elpíða), gifzl henni og þau svo farið til Norðurlanda. í elli sinni hafa þau svo farið til
Suðurlanda aftur og gengið í klaustur. í þessu öllu er ekkert óeðlilegt í sjálfu sér, en
slíkur æfiferill hefur samt verið fátíður á Norðurlöndum, og svo hefur ýmislegu verið
fléttað inn í sögu þeirra hjóna, sem upprunalega hefur þeim ekkert við komið.
1) í útgáíu sinni á ritum V. G. Vassilievskijs, Trudy, I, bls. 229 athugasemd.