Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 176
176
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON
Hann vann þarna að þýðingunni þrjá mánuði alls, en hvarf þá frá henni um sinn.
A Islandi virðist hann hafa dvalizt rúm þrjú ár samfleytt að þessu sinni, unz hann
fór aftur utan lil að halda áfram námi sínu haustið 1890. Þar átti hann á næsta ári
hlut að stofnun Sunnanfara — þar sem hann birti allnokkur kvæði eftir sig — og
1892 gaf hann út ásamt Þorleifi H. Bjarnasyni hefti, sem Útsýn hét og hafði inni
að halda þýðingar úr bókmenntum Bandaríkjanna. Þetta átti að vera upphaf tíma-
rits, en framhald varð ekkert, enda luku ritstjórarnir báðir prófi þá um vorið, og
Einar hélt heim til Héðinshöfða. Hefur það vafalaust verið eftir að þangað var
komið, sem Einar tók aftur til við þýðinguna á Pétri Gaut, en 1892 kveðst hann
hafa unnið að henni nær tveimur mánuðum og lokið við handritið ,,að nafninii til.
En það var hvorttveggja, að ég hafði ekki tök á að kosta sjálfur útgáfu bókarinnar,
enda likaði mér margt í þýðingunni miður vel, og varð ékkert úr því, að ritið kæmi
út; og svo leið ár frá ári.“ Á Héðinshöfða lauk Einar við að ganga frá Úrvalsritum
Sigurðar Breiðfjörðs haustið 1893, og voru þau prentuð í Kaupmannahöfn 1894.
Það ár fluttist Einar um haustið suður til Reykjavíkur og hóf þar málaflutningsstörf, fór
skyndiför til Englands 1895, stofnaði nýtt blað, Dagskrá, í Reykjavík sumarið 1896, og
varð j)að fyrsta dagblað á Islandi sumarið 1897. Birti Einar þar m. a. nokkur kvæði. —
Þetta sumar komu út Þyrnar Þorsteins Erlingssonar.1 Þeir Einar höfðu nokkurn veginn
jafnsnemma vakið athygli á skáldgáfu sinni, einkum með kvæðum sínum í Sunnanfara.
Og nú ætlaði Einar heldur en ekki að láta til sín taka um skáldskapinn. Þetta haust lætur
hann hefja prentun á fyrstu bók sinni, Sögum og kvæðum, og ber hún ártalið 1897,
þótt raunar kæmi hún ekki fyrir almennings sjónir fyrr en í aprílbyrjun 1898.2 Og
sama haustið (1897) fór hann „að blaða í handritinu“ að Pétri Gaut „einn dag og
tók ])á til að lagfæra á ýmsum stöðum |)að,“ sem honum „fannst lakast í fyrstu
tilraun“ sinni. „Endirinn varð svo sá,“ segir Einar, „að ég réð af að láta nú verða
alyöru úr því að koma ritinu út, og var þá prentuð fyrsta örkin, og hafði ég þá upp-
lagið jafnstórt sem venja er til um samkyns bækur hér á landi. En áður en meira
var prentað, sneri ég frá þessu og ásetti mér að gefa aðeins út örfá eintök“ vegna vænt-
anlegrar sölutregðu, að j)ví er hann”sjálfur segir.3 Vegna ýmissa anna dróst sú prentun
svo til 1901.
En við skulum staldra um stund við prentun þá, sem byrjað var á haustið 1897.
Einar segir, að ekki hafi þá verið prentuð nema fyrsta örkin, en í venjulegum ein-
takafjölda. Hins vegar kveður Pétur Sigurðsson háskólaritari „fullvíst, að arkirnar
voru fleiri; voru ])á prentaðar a. m. k. II arkir. En upplagið hefur verið eyðilagt,
og eru þessar arkir afarfágætar nú“.4 Nánar kveður hann ekki á um þetta. En hann
hefur hér rétt að mæla.
Haustið 1896 hafði Einar fengið til landsins prentsmiðju til að prenta í henni
1) Sbr. vikublaðið ísland, 21. ágúst 1897.
2) Sbr. Nýju öldina, 9. og 23. apríl 1898, og ísland, 18. apríl sama ár.
3) Tilvitnanirnar í ummæli Einars eru úr formálanum að Pétri Gaut frá 1901.
4) Ljóðmæli Einars Benediktssonar, Rvk. 1945, III, 317.