Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 177
PÉTUR GAUTUR
177
blaðið sitt nýja. Var hún við það kennd og nefnd Prentsmiðja Dagskrár, en seinna
oft kölluð Glasgow-prentsmiðjan eftir samnefndu stórhýsi Einars við Vesturgötu,
þar sem hún var niður komin í bakhýsi, er Einar hafði látið yfir hana reisa — og
var þá að öllu sniði bezt gerða prentsmiðjuhús á íslandi, þótt lítið væri. Snemma
árs 1897 hóf nám i þessari prentsmiðju Guðmundur Gunnlaugsson, f. 1882, núver-
andi starfsmaður hjá ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Kveðst hann muna, er Pétur
Gautur var prentaður um haustið eða næsta vetur, sjálfur hafi hann m. a. eitthvað
að setningunni unnið, og það af handritinu, er hann sá, var skrifað með blýanti —
en svo voru alla tíð flest handrit Einars að kvæðum hans og greinum. Ekki man
Guðmundur nú, hve margar arkir voru prentaðar að þessu sinni, en upplagið hafi
verið jafnmikið af þeim öllum (líkl. 14001. unz Einar lét hætta prentuninni.1 Síðan
fóru arkirnar í súginn, voru m. a. notaðar til umbúða og eldsneytis,- Einhverjar
hafa þó varðveitzt. Fyrsta örkin er til í háskólabókasafninu í Revkjavík (safni Bene-
dikts S. Þórarinssonar). En einnig á Björn Jakobsson, íþróttakennari á Laugarvatni,
184 bls. af þessari prentun, þ. e. IIV2 örk — eða réttara sagt 23 hálfarkir, því að
prenttæki Einars voru svo lítil í sniðum, að ekki varð prentuð í einu nema hálf átta
blaða örk. Hver blaðsíða hefur óskorin verið 19X12,5 cm, en fyllstur leturflötur
hverrar síðu 14X8 cm. Arkirnar bera með sér, að um hreinprentun er að ræða:
búið er að „skjóta út“, sem svo er kallað á prentaramáli, o: raða letursíðunum og
skorða þær svo, að prentsíðurnar koma út í réttri, samfelldri röð, þegar örkin er
brotin; hér er því prentað báðum megin á hvert blað eins og í fullgerðri bók; papp-
ír er vandaður og prentvillur ekki öllu fleiri en gekk þá og gerðist. Leiðréttingar og
breytingar eru þarna nokkrar — og þó tiltölulega fáar, en vafalaust gerðar af
Einari sjálfum; eru þær ýmist varðandi prentvillur, eða þýðingunni er vikið við.3
D Fleira er það, sem Einar lét byi'ja á í prentsmiðjn sinni, en hætti við í miðjunt klíðum.
Svo var t. a. m. um frumsamda sögu eina, sem hét Undir krossinum. Voru prentaðar tvær arkir,
en þá mun handritið ekki hafa verið iengra fram gengið. Sveinbjörn Oddsson (f. 1886) fann
arkirnar og hirti þær. Hann hafði um skeið að nokkru verið á vegum Katrínar, móður Einars, og
byrjaði 1901 að starfa í Prentsmiðju Þjóðólfs — en það var reyndar prentverkið, sem Einar
hafði stofnað, hét svo allt frá því í ágiist 1899, er Einar seldi það Hannesi Þorsteinssyni, unz það
sameinaðist Gutenbergsprentsmiðjunni í apríl 1906. — Einhvern tíma eftir aldamótin ætlaði
Einar að halda sögu þessari áfram og fékk arkirnar tvær hjá Sveinbirni. En úr framhaldinu varð
ekkert.
2) Auðsætt er, að Einari hefur gengið annað til en ótti við sölutregðu og fjárhagstjón, þegar
hann hætti við útgáfu Péturs Gauts veturinn 1897—98, úr því að hann telur sig hafa efni á að
eyðileggja margar þúsundir fullprentaðra arka. Hitt er sennilegra, að hann hafi séð ýmsa ann-
marka á þýðingunni, þegar prentuð var, og honum hafi ekki þótt útgáfan nógu vönduð, þegar til
átti að taka. Vera má og, að hann hafi enn ekki til fullnustu gengið frá lokum þýðingarinnar,
þegar prentun hófst, en honum hafi síðan ekki unnizt tími til að vanda hana eins og bann vildi,
er hann hafði blaðinu að sinna og hvarf síðan inn á embættisbrautina sumarið 1898.
3) Leiðréttingarnar í þessum örkum eru raunar tvenns konar; flestar eru gerðar með bleki og áreið
anlega eftir Einar sjálfan; en nokkrar athugasemdir, tillögur til breytinga og leiðréttingar eru þarna
með blýantsskrift og ekki eftir Einar.
12