Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 180

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Page 180
180 STEINGRIMUR J. RORSTEINSSON Þessar arkir hafa líklega verið hafðar við höndina. þegar búin var úr garði prentunin 1901. því að flestar eru breytingarnar upp í liana teknar, en hins vegar er þar miklu meira ort upp eða endurbætt. I örkunum frá 1897 nær þýðingin fram í fyrstu sýningu fimmta þáttar, og eru lokaorðin: „Flakinu er hvolft.“ Vantar þá um fjórða hlutann af leikritinu. En sennilega er hér allt saman komið, sem prentað hefur verið af þýðingunni að þessu sinni, því að arkirnar hafa farið fárra á milli, og telja má víst, að þær muni ekki vera til jafnmargar annars staðar. Arkir þessar komust í eigu Kristjáns Jónasarsonar — er svo ritaði föðurnafn sitt. Hann var ættaður frá Narfastöðum í Reykjadal, um skeið skrifari Benedikts Sveins- sonar, föður Einars, snemma á sýslumannsárum hans í Þingeyjarsýslu og var þá stundum settur sýslumaður í fjarvistum hans.1 Kristján var 16 árum eldri en Einar, og hafði fallið vel á með þeim. Hann var ágætlega að sér um margt, einkum í þjóðlegum fræðum, og birti lítið eitt eftir sig á prenti,- Loks gerðist hann verzl- unarumboðsmaður, einn hinn fyrsti meðal Islendinga, var búsettur í Kaupmanna- höfn síðara hluta ævi sinnar og andaðist þar 1905. Sennilegast má telja, að Kristján hafi séð arkir þær, sem hér um ræðir, hjá Einari og fengið þær hjá honum að gjöf um eða rétt eftir 1901, þar sem við þær virðist stuðzt við undirbúninginn að út- gáfu Péturs Gauts það ár, en Kristján heimsótti Einar jafnan, er hann var hér á ferð. Hann var ókvæntur maður og barnlaus, og arfleiddi hann bróðurson sinn, Björn Jakobsson, að bókum sínum. Meðal þeirra voru arkirnar af Pétri Gaut. Birni varð brátt ljóst, að hér var um að ræða hið mesta fágæti. Lét hann binda arkirnar í vandað band og hefur gætt bókarinnar af mikilli kostgæfni. En nú, þegar þessar línur eru ritaðar, er verið að slökkva í síðustu glæðunum eftir mikinn og hörmu- legan bruna á Laugarvatni. Að vísu munu vistarverur Björns Jakobssonar hafa sloppið alls óskaddaðar, enda nokkurn veginn eldtraustar. En skammt hefði þetta „unicum“ af Pétri Gaut verið frá háskanum, ef geymt hefði verið á Laugarvatni. Hins vegar hefur það nú að undanförnu verið í vörzlu háskólabókasafnsins í Revkjavík. Og væntanlega hafnar það um síðir í traustu, opinberu safni.------------ Eftir að Einar Benediktsson hafði hætt við útgáfu þýðingar sinnar veturinn 1897 —98, „dróst . . . prentunin enn lengi, helzt vegna þess,“ segir Einar, „að ég hafði svo mörgu öðru að sinna, að ég gat aldrei varið nægum tíma til þess að breyta og lagfæra í þýðingunni svo sem mér líkaði.“:< Hann var skipaður annar tveggja mála- flutningsmanna við landsyfirrétlinn sumarið 1898, lét af ritstjórn Dagskrár um haustið, fór þá utan snöggva ferð til Englands, en kvæntist Valgerði Einarsdóttur Zoega sumarið 1899, og settu þau saman heimili í Reykjavík um haustið. Vann Ein- ar þá að ýmsum lögfræðistörfum og fasteignasölu auk málaflutningsembættis síns. En ekkju hans, frú Valgerði Benediktsson, segist svo frá, að skömmu eftir hjúskap- arstofnun þeirra, haustið 1899, hafi hann einu sinni sýnt sér „handritsbrot af þýð- 1) Sbr. Grímu 1938, 56. 2) Um ull, Andvari 1886; Utanför, Rvk. 1886. 3) Pétur Gautur, Rvk. 1901, formáli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.