Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Qupperneq 180
180
STEINGRIMUR J. RORSTEINSSON
Þessar arkir hafa líklega verið hafðar við höndina. þegar búin var úr garði prentunin
1901. því að flestar eru breytingarnar upp í liana teknar, en hins vegar er þar miklu
meira ort upp eða endurbætt.
I örkunum frá 1897 nær þýðingin fram í fyrstu sýningu fimmta þáttar, og eru
lokaorðin: „Flakinu er hvolft.“ Vantar þá um fjórða hlutann af leikritinu. En
sennilega er hér allt saman komið, sem prentað hefur verið af þýðingunni að þessu
sinni, því að arkirnar hafa farið fárra á milli, og telja má víst, að þær muni ekki
vera til jafnmargar annars staðar.
Arkir þessar komust í eigu Kristjáns Jónasarsonar — er svo ritaði föðurnafn sitt.
Hann var ættaður frá Narfastöðum í Reykjadal, um skeið skrifari Benedikts Sveins-
sonar, föður Einars, snemma á sýslumannsárum hans í Þingeyjarsýslu og var þá
stundum settur sýslumaður í fjarvistum hans.1 Kristján var 16 árum eldri en
Einar, og hafði fallið vel á með þeim. Hann var ágætlega að sér um margt, einkum
í þjóðlegum fræðum, og birti lítið eitt eftir sig á prenti,- Loks gerðist hann verzl-
unarumboðsmaður, einn hinn fyrsti meðal Islendinga, var búsettur í Kaupmanna-
höfn síðara hluta ævi sinnar og andaðist þar 1905. Sennilegast má telja, að Kristján
hafi séð arkir þær, sem hér um ræðir, hjá Einari og fengið þær hjá honum að gjöf
um eða rétt eftir 1901, þar sem við þær virðist stuðzt við undirbúninginn að út-
gáfu Péturs Gauts það ár, en Kristján heimsótti Einar jafnan, er hann var hér á
ferð. Hann var ókvæntur maður og barnlaus, og arfleiddi hann bróðurson sinn,
Björn Jakobsson, að bókum sínum. Meðal þeirra voru arkirnar af Pétri Gaut. Birni
varð brátt ljóst, að hér var um að ræða hið mesta fágæti. Lét hann binda arkirnar
í vandað band og hefur gætt bókarinnar af mikilli kostgæfni. En nú, þegar þessar
línur eru ritaðar, er verið að slökkva í síðustu glæðunum eftir mikinn og hörmu-
legan bruna á Laugarvatni. Að vísu munu vistarverur Björns Jakobssonar hafa
sloppið alls óskaddaðar, enda nokkurn veginn eldtraustar. En skammt hefði þetta
„unicum“ af Pétri Gaut verið frá háskanum, ef geymt hefði verið á Laugarvatni. Hins
vegar hefur það nú að undanförnu verið í vörzlu háskólabókasafnsins í Revkjavík.
Og væntanlega hafnar það um síðir í traustu, opinberu safni.------------
Eftir að Einar Benediktsson hafði hætt við útgáfu þýðingar sinnar veturinn 1897
—98, „dróst . . . prentunin enn lengi, helzt vegna þess,“ segir Einar, „að ég hafði
svo mörgu öðru að sinna, að ég gat aldrei varið nægum tíma til þess að breyta og
lagfæra í þýðingunni svo sem mér líkaði.“:< Hann var skipaður annar tveggja mála-
flutningsmanna við landsyfirrétlinn sumarið 1898, lét af ritstjórn Dagskrár um
haustið, fór þá utan snöggva ferð til Englands, en kvæntist Valgerði Einarsdóttur
Zoega sumarið 1899, og settu þau saman heimili í Reykjavík um haustið. Vann Ein-
ar þá að ýmsum lögfræðistörfum og fasteignasölu auk málaflutningsembættis síns.
En ekkju hans, frú Valgerði Benediktsson, segist svo frá, að skömmu eftir hjúskap-
arstofnun þeirra, haustið 1899, hafi hann einu sinni sýnt sér „handritsbrot af þýð-
1) Sbr. Grímu 1938, 56. 2) Um ull, Andvari 1886; Utanför, Rvk. 1886.
3) Pétur Gautur, Rvk. 1901, formáli.