Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 214
214
ÞORHALLUR ÞORGILSSON
um sálmum, en þar er sálmurinn einnig prentaður í annarri þýðingu, og er hún eftir
Guðbrand Jónsson. Lárus Sigurjónsson hefur loks þýtt þennaíi sálm, og er þýðing hans
að ýmsu leyti nákvæmust. Hún er prentuð í 29. árg. Bjarma (1935). Sami þýðandi
hefur í sarna riti birt tvo tækifærissálma eftir Fortúnatus, „Páskadag“ og „Hvíta-
sunnudag“ (Bjarmi, 25. árg., bls. 49 og 81). I margnefndri sálmabókarútg. 1589 er
annar sálmur til eftir þennan höfund í beinni þýðingu, sálmurinn Agnoscat omne
saeculum. sem þar útleggst: „Játi það allur heimur hér“, og er þá upptalið það, sem
íslenzkað mun hafa verið af þeim samtals rúml. 200 sálmum og kvæðum, sem varð-
veitzt hafa eftir þetta síðasta latinuskáld af guðs náð, manninn, sem sagt var um,
eins og Ovíð sagði um sjálfan sig, að allt, sem hann reyndi að segja, varð að ljóði.
Meira að vöxtunum er það, sem við eigurn á íslenzku af ritverkum Gregoríusar páfa
hins mikla, landa og samtíðarmanns Fortúnatusar. Hann tók nauðugur við páfakosn-
ingu árið 590, en eftir það var fyrsta og síðasta áhugamál lians að efla veldi páfa-
stólsins. Það var hann einkum, sem lagði grundvöllinn að sameiningu allra kirkjufé-
laga á Vesturlöndum undir yfirstjórn biskupsins í Rómaborg; hann endurbætti kirkju-
sönginn, þannig að nú var upp tekinn kórsöngur — cantus choralis e. Romanus —
við messugerðir, hann fullkomnaði kenningarnar um messufórnina og hreinsunareld-
inn og efldi áköllun dýrlinga og heiðrun helgra dóma. Er hann fyrir margra hluta sakir
vel að viðurnefni sínu kominn. Rit hans eru ekki umfangsmikil, en þau hafa víða dreifzt
og eftir sig látið djúp spor í menningarsögunni. Koma þar einkum til greina hómilíur
hans, „hirðisreglan“ og viðræður, eða Dialogi.
Hómilíurnar flutti Gregoríus á fyrstu árum sínum í páfastóli til útskýringar á
nokkrum torskildum atriðum 1 bók Esekíels, og voru þær skrifaðar upp um leið og
hann mælti þær fram. Því verki var lokið 593, árið sem Agilúlf Langbarðakonungur
sat um Róm. Eftir það var ekki um þær hirt, fyrr en að átta árum liðnum, að klaustur-
hræður Gregoríusar (af benediktsmunka-lifnaði) minntu hann á þær. Lét hann þá hafa
upp á afskriftunum og endurbætti þær nokkuð, sendi þær síðan Mariníanusi biskupi
í Ravenna að beiðni hans. Þær eru samtals 22, í tveim bókum, og er hin fyrri tileinkuð
þessum Mariníanusi, en hin síðari klausturbræðrum Gregoríusar. Annars er lítið í
þeim um skýringar við Esekíel og efnið að langmestu leyti siðfræðilegt. Nokkru fyrr,
eða líklega 590—91, hafði Gregoríus haldið fjörutíu hómilíur út af guðspjöllunum,
af þeim sjálfur fyrirlesið 20, sem skráðar voru jafnóðum af hraðriturum, en hinar
lesnar af klerkum í viðurvist páfa. Eru þá hómilíurnar alls 62 að tölu. Þýðing á forn-
frönsku er til af þeim í handriti, og glósur við þær eru til með fornháþýzkum skýring-
um (sjá Manitius: Gesch. d. lat. Lit. des Mittelalters. Erster Teil, Miinchen 1911,
bls. 102).
A íslenzku er til þýðingarbrot af hómilíum Gregoríusar mikla í Arnasafni í Khöfn
(AM 677, 4to). Handritið er frá því um 1200, og eru hómilíurnar prentaðar í Leif-
um, Khöfn 1878, bls. 19—86. Aður hafði Konráð Gíslason gefið út eftir sama hand-
riti þýðinguna á Gregorii Magni in Evangelia homilia xxix (44 Pröver, Kh. 1860,
bls. 459 o. áfr.).