Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1948, Síða 222
222
ÞÓRl-lALLUR ÞORGILSSON
að ræða kraftaverk, teikn og stórmerki, vill hann þó í einlægni jafnan hafa það, er
reynist sannast og réttast. T. d. vill hann ekki fallast á, að sjösofendurnir frá Efesus
hafi sofið í 372 ár, eins og suinir héldu fram, heldur aðeins í 196 ár, en það þykist
hann geta sannað og hefur ekkert við þá niðurstöðu að athuga. Guð hans er ekki hinn
ægilegi dórnari í Dies irae, heldur hinn góði og mildi faðir, sem vill ekki glötun synd-
arans, heldur að hann sjái að sér og verði hólpinn. Og dýrlinga sína lætur hann vera
mjög sama sinnis. Þannig er heil. Jóhannes guðspjallamaður látinn hlaupa á eftir
hundheiðnum ræningjaforingja, sem hann vill snúa til réttrar trúar og breytni,
kallandi:
„Kæri sonur, segir hann, hversvegna flýr þú hann föður þinn? Vertu óhræddur,
ég skal tala máli þínu við Jesúm Krist og gjarnan deyja fyrir þig, eins og Kristur dó
fyrir okkur. Snúðu því við, sonur, því að það er Kristur, sem sendi mig eftir þér“
(sbr. Zonta: Storia della lett. it. I, Torino, 1928, bls. 207).
Legenda aurea var lesin og lærð, þýdd og endursögð um allar jarðir, þar sem kristin
trú átti fylgjendur, og allt, sem hún hermdi frá, höfðu menn þá fyrir satt. Hún er
ein af þeim sögubókum, sem lagt hefur til efni í „Islendzk æventyri“ Jóns bps. Hall-
dórssonar (útg. Gering, I—II. Halle 1882—3), ekki þó í svo ríkum mæli sem ýms
önnur miðaldasafnrit. Mögulegt er talið, að einmitt við hana hafi verið stuðzt í seinni
hlutanum af hinni eldri Petrssögu postola (Post. s., Kristianía 1874, bls. 159 o. áfr.),
en ekkert annað í því safni mun frá honum runnið (sjá Mogk: Gesch. d. norw.-isl.
Lit., Strassb. 1904, bls. 887). Fjölmargar heilagra manna sögur í útgáfu Ungers eru
ýmist beinar þýðingar, að meira eða minna leyti, úr riti Jacopo da Varazze, eða standa
nær texta hans en öðrum kunnum ritum. Má þar til nefna Alexis sögu „confessoris“,
Cecilíu s. (frumritið hið sama og liggur til grundvallar í Leg. aur. I, Erasmus s.
(frumtextinn í Leg. aur. nokkru styttri), Laurentíus s. erkidjákns, Lucie s., Mar-
gretar s. (dálítið lengri en í Leg. aur.), Nicolaus s. erkibps. I (á köflum), Agathu s.
meyjar, Andreas s. postola III., Barbare sögu, Bartholomeus s. postola I—II (öll
í Leg. aur., nema 1. kapítuli), Crucis legendae (á köflum), Dorotheu s., Jóns s. postola
(sú þýðing, sem prentuð er í Helgensagaer, Kh. 1927), Katerine s. ( á köflum), De
septem dormientibus, Thomas s. postola (brot). Hér má bæta við Plácitusdrápu, sem
er efnislega samhljóða frásögn Jacopo da Varazze (útg. Svbj. Egilsson í boðsriti
Bessastaðaskóla, Viðeyjar Kl. 1833, og Finnur Jónsson í Opuscula philologica, Kh.
1887, bls. 210—66). Einnig Plácítussögu (Heil. m. s. II. bls. 193 o. áfr.).
í Barlaams ok Josaphats sogu (útgef. Keyser og Unger, Chria. 1851) er allur 58.
kap. innskot, þar sem segir frá heil. Antoníusi, og er sú frásögn að stofni úr Leg.
aurea. Utgefendurnir vitna í „Lombardica historia“, sem er annað nafn á þessu sama
riti, en sjaldnar notað, og höfundinn kalla þeir „Petrus de Voragine“.
Hér skal að lokum getið þýðinga á nokkrum sálmum eftir tvo hina mestu menn
kirkjunnar á ofanverðum miðöldum, þá Tómas af Aquino og Bonaventura af Bag-
norea (dóu báðir á sama árinu, 1274). Eftir heil. Tómas er hinn fagri sálmur Pange
lingua gloriosi (cnrvoris rnysterium). Hafði Fortúnatus einnig ort sáhn með þessu