Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 6

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 6
6 eru vandfundnir — og í stofnun sem Landsbókasafni eru þeir ómetanlegir. Samhliða umsjón með íslenzkum prentskilum vann Geir árum saman að ýtarlegri skrá um íslenzk tímarit allt frá upphafi tímarita- útgáfunnar 1773, verki, er Böðvar Kvaran vann síðan að nokkur ár í ígripum á vegum Landsbókasafns. En aðdrættir Geirs til safnsins voru, eins og áður er að vikið, ekki einskorðaðir við íslenzka efnið, heldur kom snemma í hlut hans jafnframt öflun erlendra rita. Þótt hann sem sagnfræðingur léti sér annast um rit í þeim fræðum, dró hann einnig að rit í ýmsum öðrum greinum hugvísinda og kappkostaði einkum að ná heildarútgáfum margra merkra skálda og rithöfunda. Mun Landsbókasafn lengi búa að dugnaði Geirs við þessa aðdrætti alla. Þegar Geir var 63 ára og átti að baka 28 ára starfsferil í Lands- bókasafni, lét hann freistast til að sækja um embætti borgarskjala- varðar, langaði til, eins og hann sagði, að ráða fyrir liði, áður en hann léti að fullu af störfum. Hann átti í móðurætt að telja til atorkusamra sýslumanna á Austurlandi, Guðmundar ríka Péturssonar í Krossavík og Páls sonar hans á Hallfreðarstöðum, og kippti nú í kynið til þeirra. En það er átak að skipta á sjötugsaldri um starf, þótt í sömu eða svipaðri grein sé, og það ekki sízt, þegar um slíkan kappsmann sem Geir var að ræða. Eftir fárra ára starf í Borgarskjalasafni bilaði heilsan, og varð hann að láta af störfum fyrr en hann hafði ætlað sér. Það var þung raun þessum mikla eljumanni að verða nú að setjast um kyrrt og mega um langt árabil til einskis verks taka. En hann hafði þá í reynd fyrir löngu lokið margföldu ævistarfi. Geirs Jónassonar mun í Landsbókasafni jafnan verða minnzt með virðingu og þökk. F. G.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.