Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 12

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 12
12 ÁÐUR ÓBIRT BRÉFASKRIF 4. [Jónas Hallgrímsson til Brynjólfs Péturssonar]. Miðkud. Jeg sie það verður ofseínt með vetlíngana; slepptu þeim. Enn adress. Av. segir mier að í Aðalgötu 220 í stofunni 4de hús frá Helsingjagötu, sie að fá til kaups Bulwers „den sidste Leh<n>sherre„ íirir 14 mörk. Kauptu hann strax handa mjer, og sendu með Pakkapósti, og ef jeg hitti ílla á þig med penínga, þá láttu heldur Stássið bíða. Jeg á eítt band af Naturgeschichte der drei Reiche, (eða N. nach allem drei Reichen) hiá Gunnl. Taktu það firir mig til hinna bókanna, svo skruddurnar fari ekki í slángur. Jeg ætla að biðja þig að segja Finni ef þú talar við hann, jeg skrifi honum sem allra first; jeg hef verið að bíða eptir svari fra(!) Olsen og Vahl og fleírum; hvunar verður annars fielagsfundur? Svaraðu mier einhverju fliótt elskan mín! JH. Landsarkivet for Sjælland, Skiftedokumenter Prot. I. Nr. 147, A og B 1850-51 (Bréfasafn Brynjólfs Péturssonar). Bréfmiði, 12.8X9.6 cm. — Pessi miði á að fylgja bréfi, dagsettu 25. febrúar 1844 í Sórcy, sem var sunnudagur (Almanak 1844), er Jakob Benediktsson bjó fyrst til prentunar í Tímariti máls og menningar og frá er greint í inngangsorðunum hér að framan. Orðið „Miðkud." er undirstrikað í bréfinu. - Jeg sie .. .með vetlíngana: 1 bréfinu fer Jónas þess meðal annars á leit við Brynjólf, að hann kaupi fyrir sig hvíta vettlinga og sendi sér fyrir dansleik, er haldinn verði íostudaginn næstan á eftir. Jónas hefur dregið að senda bréfið, svo að þegar hann bætir þessum miðvikudags-miða við, er augljóst, að of seint muni vera að fá vettlingana innan tilskilins tíma. Hannes Pétursson víkur að þessari beiðni Jónasar um vettlingana o.fi. í grein sinni um tilurð kvæðisins „Ved Assembléen" og bendir á, að Brynjólfur hafi ekki sent Jónasi það, sem um var beðið, fyrr en eftir að dansleikurinn hafði farið fram. (Kvæðafylgsni 1979, 121-22, sbr. skýringar við bréf nr. 2). Hér er semsé að finna skýringu á þeim málalokum. - adress. Av.: Adresséavisen. - Bulwers „den sidste Leh<n>sherre„: Bók þessa þýddi F. Schaldemose úr ensku. Bókin heitir á frummálinu „The last of the Barons“, en höfundurinn Edward Georg Bulwer-Lytton. Brynjólfur keypti bókina, samkvæmt bréfi 11. marz (BrPBréf, 47). -Naturgeschichte ...: Sennilegaeitthvert ritverk eftir Friedrich Moldenhau- er, efnafræðing og prófessor í Darmstadt (BrPBréf, 39 og 263. — Gunnl.: Gunnlaugur Þórðarson (1819-1861) stúdent. - Finnur: Finnur Magnússon (1781—1847) prófessor. — Olsen: OlufNicolai Olsen (1794-1848) liðsforingi og kortagerðarmaður. - Vahl: Jens Laurentius Moestue Vahl (1796-1854) grasafræðingur. - hvunar ... fielagsfundur: Sennilega er átt við fund í Bók- menntafélaginu.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.