Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 16

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 16
Bréf nokkurra fræðimanna til Guðmundar Finnbogasonar Finnbogi Guðmundsson bjó til prentunar Bréf þau, er hér fara á eftir og rituð voru Guðmundi Finnbogasyni á árunum 1915—1944, eiga það sammerkt, að höfundar þeirra eru íslenzkir fræðimenn, er dvöldust langdvölum erlendis. í bréfunum er margvíslegan fróðleik að finna um viðfangsefni þessara manna og viðhorf og samband þeirra hingað heim. Bréfin eru rituð Guðmundi ýmist sem kennara við Háskóla íslands, ritstjóra Skírnis, forseta Hins íslenzka bókmenntafélags eða landsbókaverði og hafa varðveitzt í bréfasafni hans, sem enn er í minni vörzlu, en síðar mun væntanlega verða afhent Landsbókasafni. 0stre Fasanvej 35, Kobenhavn F, 25. nóv. 1915. Kæri vinur. Beztu þakkir fyrir síðast og skemmtilegar samverustundir í sumar. Sendi þér nú ritdómsnefnu um Vesturlönd Á.B., sem þú baðst mig um í sumar. Vona, að það komi nógu snemma til þess að ná í janúarhefti Skírnis. Ertu búinn að fela nokkrum að skrifa ritdóm um Tólf sögur Guð- mundar Friðjónssonar? Ef svo er ekki, þá er ég fús á að gera það, en þyrfti þá að fá að vita um það við fyrsta tækifæri. Þegar ég las þá bók og hugsaði um, að hún hafði legið 6 ár óútgefin hjá íslenzkum bóksölum, varð ég reiður. A. m. k. vona ég, að Skírnir láti Guðmund njóta sannmælis um þá bók. Hún er miklu betri en bækur gerast á voru landi. Ekki veit ég, hvað verður úr ritgerðinni um skaplyndi Snorra. Fyrirlesturinn er ég búinn að halda, en ekkert er fullsamið og tími

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.