Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 21

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 21
SIGURÐUR NORDAL 21 Kærar kveðjur til konu þinnar og dætra (mig minnir mér hafi verið sagt þær séu tvær núna). Þinn einlægur, Sigurður Nordal. - að senda mér bókina þína: átt er við bók Guðmundar, Vinnuna, er út kom í Reykjavík 1917. Torquay, 12. sept. 1917. Kæri vinur, Fékk í gær þitt ágæta bréf og í morgun Hug og heim í steinbíts- roðinu. Ástarþakkir fyrir hvort tveggja! Ég er spenntur að heyra um afdrif prófessors-embættis þíns. Þú hefur ekki legið á liði þínu þessi tvö ár, og væri eilíf skömm að viðurkenna það ekki. Óska þér sigurs, Háskólans vegna, þín vegna, mín vegna. Ég veit þú yrðir ekki meinsmaður þess, að ég kæmi þar á eftir þér, þó að sagt sé, að vísindamönnum eins og Bjarna frá Vogi og Jóni Aðils muni þykja ég harla óverðugur bekkjarnautur. Og komi ég þangað, mundi mér þykja bót að hafa þig að þófta á því fámenna fari. En svona áhyggjur um framtíð mína eru ekkert annað en skýhnoðr- ar lengst í norðri, og í suðri blikar sólin og hafið vítt og opið alla leið til Spánar. Þú hefur valið snjalla og sanna tilvitnun þarna: enginn krummi, kráka né refur klær í þig grefur. Það er mikil hamingja. Ég er næmur fyrir áhrifum, í sólskini og góðvild spring ég út og gef mitt bezta, í veðurkulda og mannþræsingi loka ég mér eins og broddgöltur. Guð og góðir menn hjálpi mér í Reykjavík. En ég á enn eftir heilan vetur í Oxford, og ekki skal honum spillt með kvíða fyrir því, sem á eftir fer. Hér hef ég nú verið nærri sjö vikur, fer héðan þann 17. Hér er klettótt, suðrænt, pálmar og kaktusar, góður sjór. Annars hefur verið kalt sumar, ég hef setið mikið inni, lesið talsvert og skrifað ógrynnin öll — efni að moða úr fyrir mörg mögur ár í Reykjavík. Og mér hefur liðið vel. Ég hef svo oft sagt við sjálfan mig á kvöldin: „Þetta er nú allrabezti dagurinn, síðan þú komst hingað,“ að í gærkveldi svaraði mín ádeilugjarnari sjálfsvera: „Þú ert orðinn eins og karlinn, sem þótti allur matur allra mata beztur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.