Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 24

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 24
24 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA Sigurður Nordal. þroskað eins og eik úr akarni? Um þetta vildi ég skrafa við þig seint um sumarkvöld, milli töðulyktar og þaralyktar, því þar áttu bú á milli, og öfunda ég þig af hvorutveggja. Mér finnst sálarfræðin vanrækja öfgarnar upp á við of mikið, hina moderne sál, þar er fullt af problemum, og ekkert sálar-problem getur verið sálarfræðinni óvið- komandi. Þakka þér fyrir, að þér er ekki ami í, að ég komi heim. Mér verður það upplífgun, upplyfting og ylur að sækja þig heim, og ég segi ekki of mikið, þó ég segi, að þú gerir Reykjavík byggilegri fyrir mig. Berðu kveðjur til konu og dætra, líka Önnu með þökk fyrir bréf, sem ég kem ekki í verk að svara nú. Með beztu óskum og kveðjum, þinn einlægur Sigurður Nordal. - milli töðulyktar og þaralyktar, því þar áttu bú: Guðmundur átti þá heima á Rauðará.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.