Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 25

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 25
SIGURÐUR NORDAL 25 Vester Boulevard 421, Köbenhavn, 20. VI. 1925. Kæri vinur, Ekki hafði ég neitt upp úr athugun minni á handritum Egils sögu. A stöðunum í Sonatorreki og lv. leikur enginn vafi. Þeir eru rétt tilfærðir í útg. Aftur á móti er Arinbjarnar-kviða svo máð, að ég gat ekkert við hana átt undir þeim kringumstæðum, sem mér var kostur á (lestu um þetta í formálanum í útg. F.J. af Eg.s.). Athugaðu þó, að í 17. v., þar sem stendur sijja í lagfærða textanum, hefur Finnur lesið sifiar (í stafréttu útg.). En óhætt er þér að kveða svo að orði, að sumt í Arinbjarnarkviðu sé vafasamt og verði varla lesið með fullri vissu. Er nóg að bera Finn fyrir því. í Ósló hitti ég m. a. manna Munthe. Hann sagði mér, að enn væri eftir fé, sem ætlað væri til bókakaupa handa ykkur heima, og heyrði ég, að honum var áhugamál að Ijúka þeim reikningum sem fyrst. Ég segi þetta aðeins til þess að þú hraðir vali þínu eftir föngum. Ekki hef ég neinar vissar fregnir af Boga, en Finnur segir mér, að hann sé að láta prenta 2. bindi af Handbók í ísl. sögu og muni alls ekki koma neinu út fyrir Bókmenntafélagið í sumar.1 Mér heyrðist Finnur ekki vera neitt hrifinn af að eiga von á þessu Handbókarbindi! Viltu segja Árna Pálssyni frá mér, að hann fái greinina um Einar Kvaran með Gullfossi, sem fer héðan 30. júní. Það ætti að vera alveg nóg, og mér er sama, hvar greinin verður sett í heftið. Aftur á móti kem ég því varla við að skrifa ritfregnina, sem við höfum talað um. Annars hirði ég ekki að segja neinar fréttir. Ég var viku í Ósló, kynntist þar mörgu fólki, leizt heldur vel á mig og kom betur skapi mínu saman við fólkið en vestan fjalls. Hér hef ég reynt að vinna sem mest og hafa engin umsvif. Bið þig að bera kveðjur heim til þín og Páli Eggert og Árna. Þinn einlægur Sigurður Nordal. 1 Nú segir þó Jón Helgason mér, að Bogi muni vera að prenta, enda væri bezt að fá þessu lokið. Um kvæðasafnið hef ég talað bæði við Jón og Finn, og mun full von um, að ÁM nefndin gefi kvæðin út undireins eftir 1930. / Ósló hitti ég m.a. manna Munthe: Vilhelm Munthe háskólabókavörð.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.