Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 31

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 31
HALLDÓR HERMANNSSON 31 Cornell University Library, Ithaca, N.Y., 13. febr. 1922. Kæri vinur, Ég hef fengið frá háskólanum Arbókina fyrir síðasta ár með ritgerð þinni, og þakka ég hana sem bezt. Ég las hana strax og með mikilli ánægju. Þar hefur þú fengizt við efni, sem vert var að skrifa um í sambandi við land vort og þjóð, og hefur þér farið það mjög vel úr hendi. Ég efast ekki um, að ritgerðin hafi vekjandi áhrif á landa vora og að þeir, eftir að hafa lesið hana, taki nú að hyggja betur að mörgu því, er þeir áður litla eða enga athygli hafa veitt. Ég hef oft sjálfúr hugsað um þetta mál, en aldrei hefði ég getað skrifað um það eins vel og þú hefur gert. Mér þótti mjög sorglegt að frétta lát dóttur þinnar, sem var sjúk, er ég sá þig síðast, og votta ég ykkur hjónunum innilega hluttekningu mína. Og svo fór þá kunningi þinn markgreifinn Grimaldi kvongaður aftur frá Fróni. Það er vonandi, að hann hljóti nú erfmgja og hjónabandið verði honum til hamingju. Hann er „gentle soul“ og býður af sér góðan þokka, yfirlætislaus og kúltiveraður maður. Annars þótti mér leitt, að ég kynntist honum ekki betur, en um það má ég sjálfum mér að mestu leyti kenna. Ég vona, að allt gangi vel við háskólann, þó sjálfsagt séu erfiðleikar með margt núna heima út af fjárþrönginni; það er óskandi, að úr henni rætist einhvern veginn bráðlega. Sjálfur er ég nú orðinn afhuga því að flytja heim til Islands að sinni. Með beztu óskum og kærri kveðju til þín og konu þinnar. Þinn einlægur Halldór Hermannsson. Ritgerð Guðmundar, Land og þjóð, kom út sem fylgirit Árbókar Háskóla íslands 1921. Cornell University Library, Ithaca, N.Y., 25. okt. 1924. Kæri vinur, Ég sendi þér hér með tvöfaldar hamingjuóskir, fyrst í tilefni af því að þú varst kosinn forseti Bókmenntafélagsins, og svo af því, að þú hefur verið skipaður landsbókavörður. Ég gleðst yfir hvorttveggja. Að

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.