Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Síða 32

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Síða 32
32 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA vísu veit ég, að hugur þinn hefur staðið til annarra efna en bókavarðarstarfa, en hins vegar veit ég það með vissu, að það er gott fyrir safnið að fá jafnmikinn reglumann og áhugamann eins og þig fyrir stjórnanda. Þar mun nú mikið að gera til þess að heíja það úr þeirri niðurlægingu, sem það var komið í, en það er líka mannsverk að gera það og geta það, og ég treysti þér til þess manna bezt. Hvað Bókmenntafélagið snertir, þá mun þar og vera ýmislegt að gera og ýmsu að kippa í lag. Mér líkaði ekki sem bezt stefna þess undir gamla Jóni beatae memoriae, og mikill sjónarsviptir var að gamla manninum og illt að fylla hans skarð að mörgu leyti við þau mörgu störf, sem hann hafði. Ég geri ráð fyrir, að kvæðasafnið muni hætta, enda var víst útgáfa þess ekki sem bezt, eftir því sem mag. Jón Helgason hefur nú bent á nýlega í grein í „Arkiv“. Og þó er því ekki að neita, að gott væri að fá mikið af þess konar ,literatúr‘ á prent, og eiginlega liggur Bókmenntafélaginu næst að gera það. Hvort þið hafið nokkurn mann, sem með tímanum gæti haldið því áfram, veit ég ekki. Jón Helgason væri víst beztur til þess, þótt hann sé ennþá ungur. Annálana verður víst að halda áfram með, þeir eru ágætlega útgefnir og nauðsynlegt að fá þá á prent, þótt það heyri nú reyndar heldur Sögufélaginu til en Bókmenntafélaginu. En nú sé ég, að Sögufélagið er í fjárkröggum og þess vegna því varla til að dreifa. Ekki líkar mér að sjá Bmf. gefa út bækur eins og þessa síðustu eftir Einar Arnórsson, - ekki af því að það sé ekki góð bók, heldur af því, að mér þykir slíkt ekki heyra undir verksvið félagsins. Slíkt ætti heldur Þjóðvinafélagið að gera. „Skírni“ munið þið víst halda áfram og minnka hann ekki — hann er nauðsynlegur. En mér fmnst félagið ætti að gera áætlun um að gefa út tvö rit, sem ættu að vera komin út um eða fyrir 1930 - það merkisár. Það er ís- lenzk bókmenntasaga, helzt ,illustreruð‘, og íslands saga frá upphafi til 1918, sömuleiðis með myndum afmönnum og minnismerkjum. Ef einn maður gæti ekki komizt yfir að skrifa þetta, mætti skipta verkum með mönnum, líkt og gert hefur verið með hinar stóru sögur hinna Norðurlandanna. Við höfum nú eignast mikinn sögumann og afkasta- mann í Páli E. Ólasyni, og í bókmenntunum Sigurð Nordal, og ættu þeir að geta stýrt þessum verkum. Báðum má treysta til þess að gera það vel. Ég hef líka hugsað mér, hve vel það ætti við með tímanum, að félagið gæfi út Jslands Fauna‘, líkt og Jslands Flóra‘, - en það mun nú vera í mörg horn að líta fyrir félagið og fé lítið fyrir höndum, svo að ekki mun það geta gert allt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.