Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 34
34
BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA
Ég get skilið, að það sé erfitt að koma nokkru verulegu á veg á
safninu, þar sem svo hlægilega lítið fé er veitt til þess. Það versta er,
að ekki einungis þingið virðist vera sneytt öllum verulega andlegum
þnteressum’, heldur er líka stjórnin alveg jafnlaus við þær, og svo
hefur það eiginlega alltaf verið síðan við fengum innlenda stjórn. En
tilfinnanlegast hefur þó auðvitað verið, að sjálf bókasafnsstjórnin
hefur enga æfingu haft í slíkum störfum og varla haft almennilegt
verksvit í því, sem hún hefur gert. Af slíkri vanþekkingu og hugs-
unarleysi hefur það leitt, að það góða, sem hún reyndi að gera, hefur
farið hvað böngulegast úr hendi eins og t. d. handritaskráin, sem að
mínum dómi er fjárhagslega hneyksli.
Ég sé af bréfi þínu, að þú hefur gengið að þínu starfi eins og
karlmaður, og þykist ég vita, að þú munir áður langt um líður hafa
komið öllu í nokkurn veginn viðunanlegt horf. Af því sem ég þekki
þig, þykist ég þó vita, að þetta starf muni ekki eiga sem bezt við þig,
þar sem hugurinn þinn muni meira hníga að ritstörfum, og ég verð að
segja, að mér finnst eiginlega þetta vera mikil misbrúkun á þér, því
með ritsmíðum þínum hefur þú gert svo mikið gagn og auðgað svo
menntalíf þjóðarinnar, að ég held það sé stórtap fyrir þjóðina að taka
þig frá því og setja þig í þessa vinnu. Ég hef svo litlar bréfaskriftir við
menn heima, að ég veit ekkert, hvernig það komst í kring, að þú
varðst landsbókavörður, hvort þú sjálfur æsktir þess og sóttir um
stöðuna, eða hvort stjórnin hefur þröngvað þér til þess, svo að
prófessoratið yrði afnumið og landið sparaði fáeina skildinga. Mér
hefur dottið í hug, að síðara hafi verið tilfellið. Ef svo hefur verið,
sannar það einungis það, sem ég áður vék að, að stjórnin er
gersneydd „intellektuellum interessum".
Bók þín um stjórnarbótina hef ég ekki fengið ennþá, hef bara lesið
um hana í „Tímanum“, held ég, eftir Guðmund Hannesson. Þær
koma stundum nokkuð seint bækurnar hér til safnsins, Sigurður
Kristjánsson sendir þær þó venjulega 2-3 á ári. Það mun víst erfitt að
breyta, nema með byltingu, þessu blessuðu þjóð- eða þingræði með
almennum kosningarrétti, því að þess konar system verða að
reducerast ad absurdum, áður en menn taka nokkrum sönsum og fást
til að breyta því, sem þeir hafa búið við. Flestir skynsamir menn hér
vestra sjá víst ókosti demokratísins, en vita ekki, hvað koma á í
staðinn, og ennþá hefja auðvitað demagógarnir skynsemi lýðsins til
skýjanna og vilja enda gefa honum meiri völd, svo sem að skjóta
undir atkvæði hans í vissum tilfellum úrskurðum dómstólanna. En ég