Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Síða 36

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Síða 36
36 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA Sem meðlimur Modern Language Association of America fæ ég líka þess „Publications“, 4 hefti á ári. Það er víst heldur lítið í því riti, sem interesserar Islendinga, en þó er margt nýtilegt í því. Ef þú vilt, þá skal ég gjarna senda safninu það framvegis. Þá hef ég líka „American-Scandinavian Review“ frá upphafi (14 bindi) og „Publications of the Society of Advancement of Scandinavi- an Study“ (8 bindi). Hefur Lbsafnið þau tímarit? Ef ekki, skal ég senda þetta til safnsins, og svo framhaldið eftir því sem það kemur út. Ég þykist vita, að þú sért ekki reiður mér útaf grein minni í Morgunblaðinu viðvíkjandi Bókmenntafélaginu. Ég hef lesið svar þitt, og þykist ég hafa gefið þér tækifæri til þess að láta meðlimi félagsins vita, hvernig annars tilhagar með þessi rit þess. Ég skrifaði greinina vegna þess, að þessi rit koma þegjandi frá stjórninni ár eftir ár, en við fjarlægu meðlimir að minnsta kosti vitum ekkert um, hvað lengi þetta á að ganga, því að stjórnin birtir ekkert um framtíðaráætl- anir sínar, - hún gerir það kannske á félagsfundi, en þangað koma fæstir. Ég nenni ekki að skrifa neitt frekar um þetta, því að ég ætlaði ekki að fara í neina ritdeilu. En þetta með Fornbréfasafnið er hneyksli næst, og ætti fyrir löngu að vera búið að breyta. Þú segir það kosti ekkert félagið; að vísu ekki, en landið borgar brúsann, og það væri betra og fyllilega nóg að prenta 500 eintök af því á góðan, varanlegan pappír heldur en að fleygja þúsundum eintaka út um allt land á miðlungi góðan pappír, sem víst er ekki endingargóður. En það sem aðallega má finna fyrrverandi stjórnum félagsins til foráttu er, að þær hvað eftir annað hafa verið að fitja upp á ritum, sem engan endi sá fyrir á, og í öðru lagi hafa þær tekið rit höfunda án þess að takmarka þau við arkafjölda, og svo hafa þeir spunnið lopann í það óendanlega eins og Þorvaldur Thoroddsen gerði með Landfræðissöguna, og það mun bezt að hafa gætur á Gubba og Hólakirkju, ef vel á að vera. En þar sem ég minntist á útlenda bókmenntasögu, gleymdist mér að geta þess, að íslenzka bókmenntasagan stendur nær, og getur félagið ekki gefið út eitthvað eftir Sigurð Nordal þar að lútandi? Með beztu óskum og kærri kveðju, þinn einlægur Halldór Hermannsson hafa gœtur á Gubba og Hólakirkju: á Guðbrandi Jónssyni og verki hans um Hóladómkirkju, er út kom á árunum 1919-29, á 5. hundrað blaðsíður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.