Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 43

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 43
HALLDÓR HERMANNSSON 43 The Fiske Icelandic Collection, Cornell University Library, Ithaca, N.Y. Oct. 28, 1931. Kæri vinur, Ég fékk nýlega blaða- og bókasendingu frá Guðm. Gamlíelssyni, og þar á meðal var Fálkinn. í einu blaðinu þar sá ég dóm eftir þig um C.K. Ogden’s Basic English. Ég þekki Ogden vel og veit honum muni falla vel vinsamleg ummæli þín um málið, því að það er einmitt til smáþjóðanna að hann snýr sér. Ef þú hefur ekki þegar gert það, þá vildi ég stinga því að þér að senda honum ritdóminn. Addressa hans er: Royal Societies Club, 63 St. James’s Street, London, S.W. í bókasendingunni voru líka „Verkin tala“ og „Bláa bókin“. Fyrir stjórnina og pólitískan þroska íslendinga hljóta allir skynsamir og heiðarlegir menn að bera kinnroða. Pjóð, sem lætur slíkt viðgangast óátalið, verðskuldar ekki sjálfstæði. Með beztu kveðju, þinn einlægur H. Hermannsson The Fiske Icelandic Collection, Cornell University Library, Ithaca, N.Y. 15. febrúar 1934. Kæri vinur, Ég kom heim frá Evrópu fyrir nokkrum dögum og fann hér eintak það af bók þinni um íslendinga, sem þú varst svo vingjarn að senda mér. Ég hafði reyndar lesið hana spjaldanna á milli. Ég lánaði meðan ég var í Khöfn eintakið, sem þú sendir Munksgaard. Ég var heima hjá honum eitt kvöld og tók eintakið með mér; byrjaði að lesa, þegar ég kom heim á Hotel König, og las langt fram á nótt, gat ekki slitið mig frá því. Það er mjög merkilegt verk; auðvitað verða margir sjálfsagt til þess að finna að ýmsu í því, en það verður aldrei svo mikið, að það dragi úr gildi bókarinnar. Hún mun vekja margan mann til þess að hugsa margt, sem hann hefur ekki veitt athygli eða hugleitt fyrr, og það er ekki lítils virði. Mér þótti ef til vill kaílinn um Lífsskoðun og trú einna merkilegastur. En nú verð ég að lesa bókina

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.