Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 45
HALLDÓR HERMANNSSON
45
The Fiske Icelandic Collection,
Cornell University Library,
Ithaca, N.Y. 13. janúar 1935.
Kæri vinur,
Ég verð að biðja þig afsökunar á því, að ég hef ekki fyrr svarað bréfi
þínu. En ástæðan er sú, að ég vildi tala um málið við American
Scandinavian Foundation, þegar ég færi þangað til New York í jóla-
fríinu - og það gerði ég. Svo stendur á, að Foundation hefur ákveðið
þegar á næstunni að gefa út tvær bækur viðvíkjandi íslandi, þýðingu
á nokkrum íslenzkum sögum (Austfirðingasögum) eftir Gwyn Jones
og þýðingu á bók Hjalmar Lindroth’s Motsatsernas ö. Professor
Benson í Yale, sem þú munt kannast við frá 1930, hefur þegar þýtt
hana, og Lindroth mun vera að endurskoða þýðinguna. Undir þess-
um kringumstæðum getur Foundation ekki tekið bók þína, því að nú
þykjast þeir hafa gert nóg fyrir ísland um hríð.
En getur Mr. Unwin ekkert gert fyrir þig á Englandi? Ég þykist
vita, að þú skiljir, að fyrir útlendinga þarf bók þín gagngerða
endurskoðun og stytting. Eftir mínum dómi er svo margt í henni, sem
á erindi til íslendinga einna. Hins vegar þarflíklega að bæta ýmsu við
til að gera hana skiljanlegri fyrir útlendinga.
Ég get því miður ekkert frekar gert í þessu máli að sinni.
En má ég nú nota tækifærið til að minnast við þig á nokkuð annað.
Síðan Skírnir varð almennt tímarit, hefur efnisyfirliti bindanna
jafnan verið ábótavant, og þeir sem nota bindin finna til þess stöðugt.
Efnisyfirlitið gefur sem sé ekki titla bóka þeirra, sem ritdæmdar eru.
Þetta er mjög óþægilegt, og nú vildi ég stinga upp á því við þig að gefa
lista í stafrófsröð yfir þessar bækur í hverju bindi framvegis. Það gera
öll tímarit í öðrum löndum, sem getur að nokkru.
Með beztu kveðjum og óskum um gott og farsælt nýbyrjað ár.
Þinn einlægur
H. Hermannsson