Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Síða 47

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Síða 47
HALLDÓR HERMANNSSON 47 Cornell University Library, Ithaca, N.Y., 5. ágúst 1936. Kæri vinur, Eins og ég gat víst um í bréfi til þín fyrir nokkru síðan, hef ég ætlað að senda Landsbókasafninu ýmsar bækur og áframhald þeirra tíma- rita, sem ég hef gefið því áður. Þetta hefur dregizt fyrir mér af ýmsum ástæðum, en nú hef ég loksins sent safninu kassa með bókum og tímaritum. Það vantar ef til vill í eitthvað af þessum árgöngum þeirra, en þú vildir kannske gera svo vel við fyrsta tækifæri að láta mig vita, hvað ykkur vantar. Ég hef látið fylgja með nokkra árganga, sem ég átti, af Print-Collectors Quarterly. I því eru ýmsar góðar greinar um list. Að vísu vantar 1. heftið 1. bindi, og er það löngu útselt, en það er ekki mikilsvirði, því að það var eiginlega bara sölulisti (catalogue) frá Keppel & Co, sem þá gáfu út tímaritið. Ég hef ekki verið áskrifandi þess í fleiri ár, og því get ég ekki sent ykkur meira. Ég hef borgað allan kostnað við flutning kassans, og allt þetta ætti að vera safninu að kostnaðarlausu. Ef þið hafið þegar einhverjar af bókum þeim, sem ég sendi, getið þið gefið þær til annarra safna. Annars ekkert tíðinda. Með kærum kveðjum, þinn einlægur H. Hermannsson 12. ágúst 1936. Kæri vinur, Ég legg hér með tvö eintök af „bill oflading“ fyrir bækur þær, sem ég sendi Landsbókasafninu og gat um í síðasta bréfi til þín. Hvað þú eigir að gera við þau, sérðu af viðlögðu eftirriti af bréfi til mín frá American Express Company. Þú gerir svo vel og lætur mig vita jafnskjótt og þú færð kassana. Með kærum kveðjum, þinn einlægur H. Hermannsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.